Gagnrýnir auglýsingaherferð Eflingar um launaþjófnað: „Ómálefnaleg og veruleikafirrt“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 06:42 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Myndin var tekin þegar lífskjarasamningurinn var kynntur í Ráðherrabústaðnum í byrjun apríl. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA ekki málsvara þeirra sem gerist sekir um refsivert athæfi. Sú mynd sem stéttarfélagið Efling dragi upp stjórnendum fyrirtækja og SA í nýrri auglýsingaherferð gegn launaþjófnaði sé bæði „ómálefnaleg og veruleikafirrt.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halldór Benjamín ritar í Morgunblaðið í dag. Fyrr í vikunni var fjallað um herferð Eflingar gegn launaþjófnaði, meðal annars hér á Vísi, með vísan í tilkynningu félagsins. Í tilkynningunni kom fram að heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, næmu ríflega milljarði væri horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefði „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ Markmiðið sé að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum Halldór Benjamín segir í grein sinni í Morgunblaðinu í dag að auglýsingaherferðin hafi það markmið að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er ómálefnaleg og veruleikafirrt. SA eru ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi. SA tóku ásamt ASÍ þátt í starfi nefndar um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. SA hafa lengi stutt breytingar á lögum til aðhrinda þessum tillögum í framkvæmd,eins og ítrekað var í grein formannsSA í Fréttablaðinu 19. ágúst sl. HvorkiEfling né ASÍ geta andmælt því,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Þannig hafi SA vænt þess að ný starfskjaralög yrðu samþykkt á Alþingi síðastliðið vor þar sem ákvæði um refsiábyrgð væri að finna. Geta ekki stutt tillögu sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings „Það hefur því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerðlífskjarasamningsins. Engin samstaða er um tillögu ASÍ semfelur í stuttu máli í sér að atvinnurekanda sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. Samtök atvinnulífsins geta ekki stutt tillögu ASÍ sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings við atvinnurekanda fremur en að leita friðsamlegrar lausnar og veldur sundrungu og glundroða á vinnumarkaði,“ segir í grein Halldórs Benjamíns. Þá bendir hann jafnframt á að mikilvægt sé að hafa í huga að íslenskir kjarasamningar séu flóknir og einkum kjarasamningar fyrir verkafólk. Ekki tilviljun að fleiri ágreiningsmál séu vegna kjarasamninga verkafólks en verslunarmanna Þannig sé það ekki tilviljun að fjöldi ágreiningsmála sé margfalt meiri vegna kjarasamninga verkafólks en samninga verslunarmanna sem séu töluvert einfaldari í framkvæmd. Í kjaraviðræðum SA við Eflingu og SGS í fyrra hafi samtökin lagt áherslu á að framsetning kjarasamninganna yrði gerð skýrari „til að tryggja rétta framkvæmd þeirra og jafnt launafólk og atvinnurekendur gætu með auðveldum hætti áttað sig ágildandi reglum. Hugmyndum þessum var mætt af fullkomnu áhugaleysi afhálfu Eflingar. Samtök atvinnulífsins telja, meðal annars af þeim sökum, farsælast að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði með því að óháður aðili, stjórnvöld eðadómstólar, leggi mat á brot og ákveði hæfileg viðurlög, líkt og nefnd um félagsleg undirboð og brotastarfsemilagði til. Slík lausn er fullkomlega í taktvið yfirlýsingu stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA ekki málsvara þeirra sem gerist sekir um refsivert athæfi. Sú mynd sem stéttarfélagið Efling dragi upp stjórnendum fyrirtækja og SA í nýrri auglýsingaherferð gegn launaþjófnaði sé bæði „ómálefnaleg og veruleikafirrt.“ Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halldór Benjamín ritar í Morgunblaðið í dag. Fyrr í vikunni var fjallað um herferð Eflingar gegn launaþjófnaði, meðal annars hér á Vísi, með vísan í tilkynningu félagsins. Í tilkynningunni kom fram að heildarkröfur Eflingar á hendur atvinnurekendum, vegna vangoldinna launa félagsmanna í Eflingu, næmu ríflega milljarði væri horft til síðustu fimm ára. Stéttarfélagið hefði „blásið til herferðar til að þrýsta á um að launaþjófnaður atvinnurekenda gagnvart launafólki verði gerður refsiverður á Íslandi.“ Markmiðið sé að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum Halldór Benjamín segir í grein sinni í Morgunblaðinu í dag að auglýsingaherferðin hafi það markmið að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. „Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er ómálefnaleg og veruleikafirrt. SA eru ekki málsvari þeirra sem gerast sekir um refsivert athæfi. SA tóku ásamt ASÍ þátt í starfi nefndar um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. SA hafa lengi stutt breytingar á lögum til aðhrinda þessum tillögum í framkvæmd,eins og ítrekað var í grein formannsSA í Fréttablaðinu 19. ágúst sl. HvorkiEfling né ASÍ geta andmælt því,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni. Þannig hafi SA vænt þess að ný starfskjaralög yrðu samþykkt á Alþingi síðastliðið vor þar sem ákvæði um refsiábyrgð væri að finna. Geta ekki stutt tillögu sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings „Það hefur því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerðlífskjarasamningsins. Engin samstaða er um tillögu ASÍ semfelur í stuttu máli í sér að atvinnurekanda sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. Samtök atvinnulífsins geta ekki stutt tillögu ASÍ sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings við atvinnurekanda fremur en að leita friðsamlegrar lausnar og veldur sundrungu og glundroða á vinnumarkaði,“ segir í grein Halldórs Benjamíns. Þá bendir hann jafnframt á að mikilvægt sé að hafa í huga að íslenskir kjarasamningar séu flóknir og einkum kjarasamningar fyrir verkafólk. Ekki tilviljun að fleiri ágreiningsmál séu vegna kjarasamninga verkafólks en verslunarmanna Þannig sé það ekki tilviljun að fjöldi ágreiningsmála sé margfalt meiri vegna kjarasamninga verkafólks en samninga verslunarmanna sem séu töluvert einfaldari í framkvæmd. Í kjaraviðræðum SA við Eflingu og SGS í fyrra hafi samtökin lagt áherslu á að framsetning kjarasamninganna yrði gerð skýrari „til að tryggja rétta framkvæmd þeirra og jafnt launafólk og atvinnurekendur gætu með auðveldum hætti áttað sig ágildandi reglum. Hugmyndum þessum var mætt af fullkomnu áhugaleysi afhálfu Eflingar. Samtök atvinnulífsins telja, meðal annars af þeim sökum, farsælast að taka á brotastarfsemi á vinnumarkaði með því að óháður aðili, stjórnvöld eðadómstólar, leggi mat á brot og ákveði hæfileg viðurlög, líkt og nefnd um félagsleg undirboð og brotastarfsemilagði til. Slík lausn er fullkomlega í taktvið yfirlýsingu stjórnvalda vegna lífskjarasamningsins,“ segir Halldór Benjamín í grein sinni.
Kjaramál Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira