Fréttir klukkan 18 og Belgíuleikurinn í opinni dagskrá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 11:39 Gummi Ben verður á þaki Laugardalsvallar og lýsir leiknum. Sérfræðingarnir verða uppi í vesturstúkunni sem er tóm vegna samkomubanns. Myndin er frá beinni útsendingu fyrir Danmerkurleikinn á sunnudaginn. Stöð 2 Sport Fréttatími Stöðvar 2 verður sendur út klukkan 18 í kvöld, eða hálftíma fyrr en venjulega, vegna landsleiks Íslands og Belgíu í knattspyrnu. Landsleikurinn hefst klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsending hefst 18:30 eða strax að loknum fréttum og íþróttum. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum. Vegleg upphitun verður fyrir leikinn á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:45 þar sem Kjartan Atli Kjartansson fær til sín sérfræðinga fyrir leikinn. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi leikmaður FH, spá í spilin. Davíð Þór er bróðir Arnars Þórs Viðarssonar sem stýrir landsliðinu í kvöld en starfslið KSÍ er sem kunnugt er í sóttkví. Ríkharð Óskar Guðnason og Hjörvar Hafliðason verða á hlaupabrautinni fyrir og eftir leik. Hægt er að horfa á leikinn á heimasíðu Stöðvar 2. Smellið hér. Áskrifendur velja Stöð 2 Sport en aðrir geta horft á leikinn á Stöð 2 Sport kynning. Þá verður að sjálfsögðu ítarleg textalýsing frá leiknum á Vísi. Mikil forföll eru í íslenska liðinu því sex lykilmenn verða ekki til taks í kvöld af ýmsum ástæðum. Ísland á enn eftir að næla sér í stig í sjö leikjum í Þjóðadeildinni. Þeir hafa allir tapast og markatalan er 2-22. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk. Hafa verður í huga að Ísland spilar í A-flokki. Belgar eru besta fótboltalandslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir lögðu okkar menn að velli 6-1 í fyrri leiknum. Fjölmiðlar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fréttatími Stöðvar 2 verður sendur út klukkan 18 í kvöld, eða hálftíma fyrr en venjulega, vegna landsleiks Íslands og Belgíu í knattspyrnu. Landsleikurinn hefst klukkan 18:45, verður í opinni dagskrá á Stöð 2. Útsending hefst 18:30 eða strax að loknum fréttum og íþróttum. Guðmundur Benediktsson lýsir leiknum. Vegleg upphitun verður fyrir leikinn á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:45 þar sem Kjartan Atli Kjartansson fær til sín sérfræðinga fyrir leikinn. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs KR, og Davíð Þór Viðarsson, fyrrverandi leikmaður FH, spá í spilin. Davíð Þór er bróðir Arnars Þórs Viðarssonar sem stýrir landsliðinu í kvöld en starfslið KSÍ er sem kunnugt er í sóttkví. Ríkharð Óskar Guðnason og Hjörvar Hafliðason verða á hlaupabrautinni fyrir og eftir leik. Hægt er að horfa á leikinn á heimasíðu Stöðvar 2. Smellið hér. Áskrifendur velja Stöð 2 Sport en aðrir geta horft á leikinn á Stöð 2 Sport kynning. Þá verður að sjálfsögðu ítarleg textalýsing frá leiknum á Vísi. Mikil forföll eru í íslenska liðinu því sex lykilmenn verða ekki til taks í kvöld af ýmsum ástæðum. Ísland á enn eftir að næla sér í stig í sjö leikjum í Þjóðadeildinni. Þeir hafa allir tapast og markatalan er 2-22. Ekkert lið hefur fengið á sig fleiri mörk. Hafa verður í huga að Ísland spilar í A-flokki. Belgar eru besta fótboltalandslið í heimi samkvæmt styrkleikalista FIFA. Þeir lögðu okkar menn að velli 6-1 í fyrri leiknum.
Fjölmiðlar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira