64 teljast týndir á síðustu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Lögreglumenn standa vörð við mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun í fyrra. Vísir/vilhelm Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira