Nokkur óvissa með erlenda veiðimenn 2021 Karl Lúðvíksson skrifar 12. október 2020 08:39 Veiðisumarið 2020 er nú senn á enda og Íslenskir veiðimenn eru þegar farnir að festa sér daga í ánum sínum næsta sumar. Því er aðeins öðruvísi farið með erlenda veiðimenn þó og er það ekkert skrítið í ljósi stöðunnar í heiminum í Covid faraldri. Það var nokkuð um að erlendir veiðimenn sem áttu bókað í veiði á Íslandi í sumar hefðu ekki komist til landsins og í einhverjum tilfellum einfaldlega ákveðið að koma ekki. Staðan fyrir næsta sumar þó svo að langt sé í veiðina 2021 er þannig að í einhverjum tilfellum eru veiðimenn tilbúnir að staðfesta dagana sína en ekki borga fyrr en það skýrist betur hver staðan verður. Þetta er samt ekki svona í öllum ánum. Við höfum alveg staðfestar heimildir fyrir því að þeir sem eiga top daga í einni af bestu laxveiðiá landsins ætla að borga og bóka. Þessir veiðimenn mættu til landsins í sumar, fóru í gegnum skimun og síðan í ánna að veiða. Íslenskir veiðimenn voru ansi duglegir að taka þá daga sem fóru aftur í sölu í sumar en það hafði að vísu líka mikil áhrif að verðið fór niður víða í kjölfarið og það var verið að bjóða lausa daga á tilboði alveg fram á síðasta dag veiðitímans. Eins og staðan er þá er einfaldlega ekki hægt að fullyrða hver staðan verður næsta sumar, hvernig verður staðið að skimun, verður komið bóluefni eða verður veiran ennþá í fullum gangi eða horfin? það sem þarf að eiga sér stað, og þetta er þegar farið af stað víða milli leigutaka og landeigenda, er samtal um að bregðast við þessu eða í það minnsta vera undir það búnir að ástandið batni ekki. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði
Veiðisumarið 2020 er nú senn á enda og Íslenskir veiðimenn eru þegar farnir að festa sér daga í ánum sínum næsta sumar. Því er aðeins öðruvísi farið með erlenda veiðimenn þó og er það ekkert skrítið í ljósi stöðunnar í heiminum í Covid faraldri. Það var nokkuð um að erlendir veiðimenn sem áttu bókað í veiði á Íslandi í sumar hefðu ekki komist til landsins og í einhverjum tilfellum einfaldlega ákveðið að koma ekki. Staðan fyrir næsta sumar þó svo að langt sé í veiðina 2021 er þannig að í einhverjum tilfellum eru veiðimenn tilbúnir að staðfesta dagana sína en ekki borga fyrr en það skýrist betur hver staðan verður. Þetta er samt ekki svona í öllum ánum. Við höfum alveg staðfestar heimildir fyrir því að þeir sem eiga top daga í einni af bestu laxveiðiá landsins ætla að borga og bóka. Þessir veiðimenn mættu til landsins í sumar, fóru í gegnum skimun og síðan í ánna að veiða. Íslenskir veiðimenn voru ansi duglegir að taka þá daga sem fóru aftur í sölu í sumar en það hafði að vísu líka mikil áhrif að verðið fór niður víða í kjölfarið og það var verið að bjóða lausa daga á tilboði alveg fram á síðasta dag veiðitímans. Eins og staðan er þá er einfaldlega ekki hægt að fullyrða hver staðan verður næsta sumar, hvernig verður staðið að skimun, verður komið bóluefni eða verður veiran ennþá í fullum gangi eða horfin? það sem þarf að eiga sér stað, og þetta er þegar farið af stað víða milli leigutaka og landeigenda, er samtal um að bregðast við þessu eða í það minnsta vera undir það búnir að ástandið batni ekki.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Síðasta Fræðslukvöld SVFR í vetur á fimmtudaginn Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði 23 laxar á land á Nessvæðinu í gær Veiði Góð veiði í Veiðivötnum en þó lakari en í fyrra Veiði Haustveiðin góð í Ytri Rangá Veiði Nýtt tölublað Veiðimannsins komið út Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Mikið líf í Elliðavatni um helgina Veiði