Blaðamenn sækja upplýsingafundi almannavara rafrænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“