Blaðamenn sækja upplýsingafundi almannavara rafrænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48