Telur að niðurgreidd hitaveita geti hjálpað í baráttunni við veiruna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 09:15 Björn Birnir er prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla. Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Björn Birnir, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, telur að íslensk stjórnvöld gætu hjálpað Íslendingum í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn með því að niðurgreiða hitaveitu. Þannig gætu Íslendingar haft glugga húsa sinna opna í vetur, til þess að tryggja loftgæði innandyra og draga þannig úr líkum á því að smitast af Covid-19. Þetta kemur fram í skoðanapistli eftir Björn, sem birtist á Vísi fyrr í dag. Í pistlinum vísar Björn í umfjöllun CNN um hvernig Covid-19 tók að breiðast út um norðurhluta miðríkja Bandaríkjanna í upphafi september og bendir á að þetta sé sá hluti landsins sem kólnar fyrst með vetrinum. Íbúar svæðisins séu því þeir fyrstu á hverju ári sem taka að kynda hús sín. „Þetta er athyglisvert vegna þess að síðastliðið sumar hafði svipuð bylgja gengið yfir suður- og suðvesturhluta landsins þar sem sumarhitarnir verða mestir og loftkælingu er nýtt af krafti inni í húsum. Það virðist vera í báðum tilfellum að fólk hafi eytt meiri tíma innandyra og hitunin og loftkælingin hafi haft neikvæð áhrif á loftgæðin,“ skrifar Björn. Hann bendir þá á að í ljós hafi komið að í lokuðum rýmum geti úði eða agnir sem innihalda kórónuveiruna safnast saman og þést þegar loftræsting er ekki góð. Hann bendir þá á að íbúar norðausturríkja Bandaríkjanna, sem náðu í sumar góðum árangri í að hefta útbreiðslu veirunnar, byrjaðir að kynda hús sín. Samhliða því megi sjá að sýkingaralda á í norðaustri sé í kortunum. Segir hættuna aukast þegar fólk heldur sig inni „Íslendingar eru svo heppnir að hita hús sín með heitu vatni sem er ekki af skornum skammti. Þeir get því opnað glugga til þess að gæta þess að loftræstingin sé nógu góð og skrúfað frá ofnunum til þess að nógu heitt sé í húsunum. Þeir geta semsagt notað hitaveituna gegn Covid-19.“ Þá bendir Björn á að íslenska ríkið gæti séð tækifæri í því að niðurgreiða hitaveitugjöld í eitt ár, þar sem líkur séu að sú sýkingaraukning sem nú sést hér á landi sé að einhverju leyti rekjanleg til þess að fólk heldur sig í meira mæli inni við og kyndir meira, nú þegar tekið er að kólna í lofti. Björn segir því að gott ráð sé að „setja ofnana á fullt, opna glugga og gæta þess að enginn brenni sig á heitum ofnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkumál Tengdar fréttir Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00 Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Telur langlíklegast að loftsmit hafi valdið hópsýkingunni á Irishman Björn Birnir, prófessor við Kaliforníuháskólann í Bandaríkjunum, telur langlíklegast að kórónuveiruhópsýkinguna á barnum Irishman í Reykjavík megi rekja til loftsmits. 28. september 2020 09:00
Ósammála Birni um að hættan á loftsmiti hafi ekki fengið nægilegt vægi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ekki sammála Birni Birni, prófessor í stærðfræði við Kaliforníuháskóla, að hættan á loftsmiti fái ekki nægilegt vægi í umræðu um smitvarnir hér á landi. 28. september 2020 14:54