Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2020 16:04 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lokunarstyrkirnir nú verði rausnarlegri en í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Ýmis konar starfsemi hefur stöðvast vegna hertra sóttvarnaaðgerða gegn kórónuveirufaraldurinum undanfarnar vikur. Nú síðast var skipað fyrir um lokun líkamsræktarstöðva, bara, hárgreiðslustöðva og fleiri fyrirtækja á miðvikudag. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að í frumvarpi um breytingar á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna faraldursins sem ríkisstjórnin samþykkti sé stefnt á að tryggja framhald á lokunarstyrkjum til rekstraraðila sem hafa þurft að sæta lokunum eða stöðvun starfsemi frá 18. september. Stærsta breytingin er sögð varða fjárhæðir lokunarstyrkja sem munu ekki lengur sæta sömu hámörkum og í aðgerðunum í fyrstu bylgju faraldursins í vor. Skilyrði fyrir styrknum er sögð í öllum meginatriðum sambærileg og vegna fyrri lokunarstyrkja. Í ljósi óvissu um þróun faraldursins er lagt til í frumvarpinu að heimild til framlengingar verði ekki einskorðuð við þá rekstraraðila sem þegar hefur verið gert að loka starfsemi tímabundið í haust. Úrræðið á þannig að hafa gildistíma fram á mitt næsta ár. Það verður tekið til endurskoðunar á fyrsta ársfjórðungi með tilliti til aðstæðna og þróunar faraldursins. „Það sem aðgerðirnar í vor voru gagnrýndar fyrir var að þær miðuðu við of fáa starfsmenn, þannig að við munum hækka þessi viðmið verulega,“ sagði Katrín um aðgerðirnar við RÚV eftir ríkisstjórnarfund í dag. Styrkirnir munu ekki ná til veitingastaða þar sem þeim hefur ekki verið gert að loka, að sögn Katrínar. Miðað er við að hertar takmarkanir gildi í tvær vikur. Katrín sagði við Mbl.is að miðað við það yrði kostnaðurinn við lokunarstyrkina á bilinu 300-400 milljónir króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira