Landsliðsþjálfari Argentínu ánægður með að Messi var áfram hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:01 Lionel Messi reimdi á sig skóna og hélt áfram að spila með Barcelona þrátt fyrir öll leiðindin í haust. Getty/Pedro Salado Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Hörður undir feldinn Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínumanna í knattspyrnu, segir það vera jákvæðar fréttir að Lionel Messi skildi vera áfram hjá Barcelona. Lionel Messi var orðinn mjög pirraður og ósáttur með rekstur Barcelona og vildi fá að fara frá félaginu í haust. Barcelona þvingaði fyrirliða sinn til að vera áfram og klára síðasta tímabilið í samningnum sínum. Barcelona gerði það með því að útiloka annað en að nýja liðið hans myndi þurfa að borga þær 700 milljónir evra sem kostaði að kaupa upp samninginn sem rennur út í júní 2021. „Ég ræddi við Leo þegar allt gengið yfir og ég sá að hann var rólegur,“ sagði Lionel Scaloni, þjálfari Argentínu, fyrir leik á móti Ekvador í undankeppni HM. Scaloni: Es positivo que Messi se haya quedado en el Barcelona https://t.co/eKN19CUvp8— Mundo Deportivo (@mundodeportivo) October 8, 2020 „Síðan að Messi kom hingað þá höfum við náð að ræða hlutina. Hann er ánægður með að vera hér og það er allt í góðu núna í félaginu hans. Allt sem við vildum var að sjá málin leyst og að hann gæti farið að spila og komast í sitt besta form,“ sagði Scaloni. „Það var gott fyrir okkur að hann var áfram hjá Barcelona. Hann gat farið strax að spila því hann þekkir félagið. Í sambandi við hans ákvarðanir þá komum við ekki nálægt því. Við erum ekki að skipta okkur af því hjá okkar leikmönnum,“ sagði Scaloni. Argentínska landsliðið er að hefja undankeppnina fyrir HM 2022 sem verður væntanlega síðasta heimsmeistaramót Messi. Hann hefur spilað á fjórum heimsmeistaramótum og verður orðinn 35 ára gamall þegar HM fer fram í Katar 2022. ¿Cómo lo viste a la Pulga, Lionel? En la previa del duelo ante Ecuador, Scaloni habló sobre Messi y dijo esto. ¡Escuchalo acá! pic.twitter.com/erlyxRai2m— SportsCenter (@SC_ESPN) October 7, 2020 „Við viljum komast á HM fyrir okkar þjóð en það líka önnur ástæða. Við viljum tryggja það að Messi fái að spila þar. Við erum samt ekki að tala um það heldur tökum bara einn leik fyrir í einu,“ sagði Scaloni. Lionel Messi er farinn að spila aðeins aftar á vellinum hjá Barcelona en hann mun líklega spila framar hjá argentínska landsliðinu. „Leo verður alltaf framherji, hvort sem hann spilar í níunni eða í annarri stöðu. Mér finnst staða hans hjá Barcelona ekki hafa breyst mikið. Hann er enn að spila fremst á vellinum,“ sagði Lionel Scaloni.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Hörður undir feldinn Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira