Telur hlutfall sýktra í samfélaginu lægra en fyrstu niðurstöður gefi til kynna: Bæði afbrigði veirunnar á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2020 19:16 Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Íslensk erfðagreining hefur nú skimað rúmlega þúsund sýni og af þeim hafa níu greinst með kórónuveiruna. Þrír hafa nú bæst við frá því í morgun þegar sex hundruð sýni höfðu verið skimuð og sex þeirra reynst jákvæð. Nýjustu tölur sýna því að rétt innan við eitt prósent þeirra sem komið hafa í skimun síðustu daga eru með veiruna. Telur að minna en eitt prósent þjóðarinnar sé með veiruna „Ég reikna með því að dreifingin í samfélaginu sé í við minni, vegna þess að mér finnst líklegt að þeir sem hafi ástæðu til þess að leita eftir veirunni séu líklegri til að koma til okkar,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við fréttastofu. Búið er að raðgreina veiruna úr tveimur sýnum. Að sögn Kára er önnur veiran af svonefndum L-stofni sem er rakinn til Evrópu og hin af S-stofni sem er ættaður frá Ameríku. L-stofninn sem er algengari í Evrópu þykir skæðari en það kom Kára nokkuð á óvart að hinn mildari S-stofn hafi fundist hér á landi. Mun taka innan við sólarhring að greina sýnin Skimunin gengur mjög vel og mættu 1049 til sýnatöku í gær og 1097 í dag. „Við verðum akkúrat einum degi á eftir að greina sýnin. Áður en vinna stoppar hjá okkur í dag þá verðum við búin að skima öll sýnin síðan í gær.“ Kári telur Íslendinga enn hafa tækifæri til þess að sporna við útbreiðslu veirunnar með þeim tólum sem yfirvöld hafi beitt fram að þessu. Hann segir prófin sem Íslensk erfðagreining noti til að greina veiruna séu sambærileg þeim sem hafi verið notuð á Landspítalanum fram að þessu. Prófanir hafi einnig leitt í ljós að fyrirtækið sé að fá nákvæmlega sömu niðurstöður og veirufræðideild Landspítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir 171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45 Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05 Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17 Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
171 staðfest smit Samkvæmt nýjustu upplýsingum af vefsíðu landlæknis og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra eru 171 smit staðfest hér á landi. 15. mars 2020 16:45
Loka heilsugæslustöð í Mosfellsbæ vegna smitaðs starfsmanns Einn starfsmaður heilsugæslunnar í Mosfellsbæ er smitaður af kórónuveiru og því þarf að loka stöðinni á morgun. Sótttvarnalæknir varar við útreikningum um mögulega alvarlegar afleiðingar faraldursins. 15. mars 2020 15:05
Helmingur sýktra voru einkennalausir: „Hinn helmingurinn var með venjulegt kvef“ Greint var frá fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar í dag. 15. mars 2020 12:17
Fyrstu niðurstöður benda til þess að eitt prósent landsmanna sé með veiruna Fyrstu niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að um eitt prósent landsmanna sé með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 15. mars 2020 11:22