Boðar hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 6. október 2020 11:19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. Þórólfur er með tillögur sínar í smíðum og hyggst senda ráðherra minnisblað í dag. Alls greindust 99 manns með veiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins. Víðir segir að sér lítist illa á stöðuna. „Við erum búin að vera að funda og fara yfir þetta með samstarfsaðilum okkar og sóttvarnalæknir mun í dag skila minnisblaði til ráðherra með tillögum að hertum aðgerðum á höfuðborgarsvæðinu. Á sama tíma erum við að undirbúa og munum senda frá okkur tilmæli um ýmsa starfsemi á höfuðborgarsvæðinu. Eitthvað af því mun endurspeglast í tillögum sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Víðir. Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verði eins mikið heima og hægt er Allir sem búa á höfuðborgarsvæðinu verða hvattir til að vera eins mikið heima og kostur er og ekki vera á ferðinni til og frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. „Við erum að verja viðkvæma hópa. Það þarf að takmarka eins og hægt er heimsóknir á hjúkrunarheimili og annað og taka upp grímunotkun í tengslum við viðkvæma hópa. Við hvetjum fólk til þess að takmarka fjölda þeirra sem fara í búðir frá hverju heimili. Við hvetjum þá sem standa fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikurnar að meta hvort ekki sé rétt að fresta þeim,“ segir Víðir. Þá er því beint til klúbba, kóra, hlaupahópa, hjólahópa og annarra sem eru að koma saman á höfuðborgarsvæðinu að gera hlé á starfsemi sinni næstu tvær vikur. „Eingöngu þeir sem heilsu sinnar vegna nýti þá opnun sem er í sundi og að allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur kemur og á erindi herði sínar sóttvarnaaðgerðir verulega, takmarki fjölda þeirra sem koma og tryggi betur aðgengi að sótthreinsi fyrir hendur, þrífi snertifleti oftar en hefur verið og tryggi að hægt sé að virða fjarlægðarmörk,“ segir Víðir. Íþróttafélög hvött til þess að gera hlé á æfingum og keppni Þá eru íþróttafélög hvött til til þess að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikur og að íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti öllum keppnisferðum út á land. Varðandi skólahald segir Víðir: „Við hvetjum til þess að skólar haldi áfram þeirri starfsemi sem þeir eru með, bæði grunnskólar, leikskólar, framhaldsskólar og háskólar, vinni bara áfram eftir þeim reglum sem eru í gildi.“ Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 15 í dag. Fundurinn verður að venju í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Hvað er ólíkt með tuttugu manna samkomubanni þá og nú? Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman, með undantekningum þó, en tuttugu manna samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst sett á þann 24. mars. 6. október 2020 07:16