Eini réttarlæknir landsins hefur sinnt óvenju mörgum krufningum í ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2020 19:00 Pétur Guðmann Guðmannsson er eini réttarlæknir landsins og sá fyrsti í áraraðir sem hefur fasta búsetu hér á landi, en Pétur flutti til landsins frá Svíþjóð árið 2018. Óvenju mörg verkefni hafa komið á hans borð í ár. Vísir/Sigurjón Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“ Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Óvenju margar réttarkrufningar hafa verið gerðar á árinu og óútskýrðum dauðsföllum hefur fjölgað. Aðeins einn réttarlæknir sinnir öllu landinu en fær loks liðsauka tímabundið á næstu dögum. Hátt í tvö hundruð lík hafa verið krufin á meinafræðideild Landspítalans á þessu ári, sem er sami fjöldi og allt síðasta ár. Í flestum tilfellum eru krufningarnar gerðar að beiðni lögreglu, meðal annars í tengslum við óútskýrð dauðsföll og sjálfsvíg. Þá sinnir réttarlæknir líka skoðunum á lifandi fólki, en það er oftast í tengslum við ofbeldisbrot, og eru um fimmtíu á ári. „Þetta árið hafa verið óvenjulega margar réttarkrufningar. Við erum að fara upp í 200 töluna eiginlega núna, en samt sem áður eru þrír mánuðir eftir af árinu. Þannig að þetta er í sjálfu sér áhugaverð breyting frá því sem verið hefur vegna þess að talan 200 hefur verið frekar stöðug síðustu ár,“ segir Pétur Guðmann Guðmannsson réttarlæknir. „Við erum ekki búin að rýna alveg í það hvort það eru hreinlega fleiri dauðsföll af voveiflegum toga eða hvort þetta skýrist kannski af því að annað hvort lögreglan eða héraðslæknir, sem er lögreglunni til stuðnings á dánarvettvangi upp á hvort gera skal réttarkrufningu eða ekki, hvort menn séu að mögulega að hugsa eitthvað öðruvísi,“ segir Pétur og vísar þar í heimsfaraldur kórónuveirunnar. „Það er búið að vera mjög breytt ástand í samfélaginu síðustu mánuði og kannski hefur það áhrif á hvaða þröskuld menn hafa fyrir að panta svona rannsóknir.“ Aðspurður segir hann óútskýrð dauðsföll vera dauðsföll sem beri brátt að, án aðdraganda og óvænt. „Þetta geta verið slys yfir í það að vera skyndidauði út frá sjúkdómi, til dæmis vegna bráðrar kransæðastíflu, heilablæðingar, eða eitthvað slíkt en yfirleitt þarf þá að gera krufningu til að varpa ljósi á hvað það var,“ segir hann og bætir við að vísbendingar séu um fjölgun sjálfsvíga hér á landi. Pétur er eini réttarlæknir landsins því erfitt er að fá fólk til starfa. Pétri mun þó berast liðsauki á næstu dögum þegar Snjólög Níelsdóttir kemur til landsins frá Danmörku og mun þá starfa við meinafræðideild Landspítalans fjóra daga í mánuði. „Óskandi væri að geta fyllt í tvær stöður hér á deildinni okkar og ég vona að það verði hægt í framtíðinni. Það er fullt tilefni til, og til þess að við getum haldið áfram að þróa þessa litlu grein hér, sem er ákveðinn öryggisventill í svona samfélagi sem við viljum eiga.“
Landspítalinn Dómstólar Lögreglan Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira