Fótbolti

Samúel stoppaði stutt við í Þýska­landi og er mættur aftur til Noregs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári á landsliðsæfingu.
Samúel Kári á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm

Samúel Kári Friðjónsson er kominn aftur til Noregs en hann hefur samið við Viking Stavanger. Hann kemur frá þýska félaginu Paderborn.

Samúel Kári gekk í raðir Paderborn í janúar frá Vålerenga og þá var Paderborn í efstu deildinni í Þýskalandi en þeir féllu á síðustu leiktíð.

Hann spilaði einungis fimm leiki fyrir Paderborn en nú er hann kominn aftur til Víking, þar sem han lék á láni tímabilið 2019.

Hann hefur skifað undir tveggja og hálfs árs samning við norska liðið og verður því á ný samherji Axels Óskar Andréssonar sem leikur með Viking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×