Formaður UJ segir ummælin minna á þá kynferðislegu áreitni sem Ágúst Ólafur hafi áður sýnt af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:11 Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna, telur að ummæli Ágústs Ólafar hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyrir alþingiskosningar á næsta ári. Samsett mynd „Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent