Reyndi að kynda upp í Seinni bylgju mönnum og þeir voru ekki hrifnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:01 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu viðtalið við Kristinn Björgúlfsson eftir tap ÍR á móti Fram. Samsett/Skjámyndir/s2 Sport Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira
Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Fleiri fréttir KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Sjá meira