Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék síðasta hringinn á Italian Challenge Open-mótinu á Ítalíu á pari vallarins. Aðeins voru þrír hringir leiknir á mótinu vegna veðurs.
Upphafilega átti að leika fjóra hringi en hætta þurfti leik á öðrum hring mótsins sem var svo kláraður degi síðar. Því var ákveðið að sleppa einfaldlega síðasta hringnum.
Haraldur Franklín komst í gegnum niðurskurðinn verandi á þremur höggum undir pari og jafn öðrum kylfingum í 45. sæti. Hann lék eins og áður sagði hring dagsins í dag á pari vallarins eða 72 höggum. Hann lék tólf holur í dag á pari, þrjár á pari og þrjár á einu hoggi yfir pari.
Haraldur var því í 57. sæti ásamt öðrum kylfingum að móti loknu.