Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt úti sóttvarnaeftirliti í gærkvöldi og í nótt og tók út sóttvarnir. Tveir staðir þóttu ekki uppfylla reglur. Á einum veitingastað í miðbænum voru gestir allt of margir og starfsmenn ekki með grímur.
Hinn staðurinn var svo salur í útilegu, þar sem einnig voru allt of margir gestir og öðrum sóttvörnum var ekki framfylgt.
Alls voru 97 mál skráð í dagbók lögreglu en í tilkynningu segir að þau hafi flest verið hefðbundin.
Talsvert hafi verið um hávaðakvartanir í heimahúsum fram eftir nóttu, eins og síðustu helgar.