Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2020 22:37 Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“ Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“
Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30
Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13