Sigmundur segir snúið út úr ræðu sinni: „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald“ Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 20:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“ Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði frumvarp sem tryggja á réttindi barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni að umtalsefni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í vikunni. Sagði hann það vera eitt „óhugnanlegasta þingmál“ sem hann myndi eftir og það væri jafnframt „aðför að framförum og vísindum“. Frumvarpið að tryggja þau börn sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni gegn ónauðsynlegum skurðaðgerðum. Í skýrslu starfshóps um málefnið segir að alþjóðastofnanir hafi bent á skaðsemi þess að aðgerðir séu framkvæmdar án upplýsts samþykkis intersex barna og án heilsufarslegrar nauðsynjar. Þær byggist meðal annars á fordómum og geti haft í för með sér alvarlegar neikvæðar afleiðingar. „Börn geta fæðst með ýmis konar fæðingargalla. Stundum er ekkert við því að gera en sem betur fer gera nútímavísindi okkur kleift að bæta úr mörgum þeirra. Nú er lagt til að óheimilt verði að gera aðgerðir til að lagfæra, lækna, ákveðin líffæri, eða það sem kallað er ódæmigerð kyneinkenni. Það á við um 1,7 prósent barna samkvæmt gögnum ráðuneytisins,“ sagði Sigmundur í ræðu sinni. Ræða Sigmundar var harðlega gagnrýnd, meðal annars af formanni Samtakanna '78, sem sagði Sigmund tala þarna opinberlega gegn réttindum hinsegin fólks. Sagði hún í samtali við Fréttablaðið að ummæli hans væru á skjön við stefnu íslenskra stjórnvalda og hún minntist þess ekki að þingmaður talaði svo skýrt gegn réttindum hinsegin fólks. Telur frumvarpið í andstöðu við „grundvallarreglur lækninga“ Sigmundur segir á Facebook-síðu sinni að það hefði verið viðbúið að „snúið yrði út úr ræðu hans“ um stefnuræðu forsætisráðherra. Þar segir hann mörg dæmi vera fyrir hendi en segir alla sammála um það að fólk eigi að lifa sínu lífi eins og það vill. „Ég mun þó aldrei samþykkja að það verði lagt bann við því að börn fái nútíma heilbrigðisþjónustu. Það er þó inntakið í einni af tillögum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Sigmundur og vísar þar til einnar tillögu ríkisstjórnarinnar um bann við varanlegum breytingum á ódæmigerðum kyneinkennum barna undir 16 ára aldri án samþykkis. „Samkvæmt þessu mega foreldrar og læknar ekki taka ákvarðanir um það sem er barninu fyrir bestu. „Þverfaglegt teymi” á að ráða en hefur þó ekki heimild til að leyfa aðgerðir ef þær snúa að „útlitslegum, félagslegum og sálfélagslegum” ástæðum.“ Hann segir, líkt og áður, að frumvarpið sé í andstöðu við „nútíma vísindi, framfarir og grundvallarreglur lækninga“. „Ég mun aldrei fallast á að slíkar öfgar og afturhald.“
Hinsegin Miðflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Sagði stefnu ríkisstjórnarinnar vera fáránlega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greip orð Katrínar Jakobsdóttur í stefnuræðu hennar um franska rithöfundinn Albert Camus á lofti, í andsvari hans við stefnuræðunni. Sagði hann að stefna ríkisstjórnarinnar væri í anda Camus. 1. október 2020 19:57