Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2020 07:01 Nokkrir stólar eru nú þegar komnir á nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Vísir/Tryggvi Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“ Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30