Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍR 27-24 | Fyrsti sigur Fram kominn í hús Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 3. október 2020 18:25 Fram - KA Olísdeild karla, veturinn 2019 - 2020. Handbolti. Foto: Daniel Thor/Daniel Thor Fram fagnaði sigri í 4. Umferð Olís deildar karla á heimavelli í dag er liðið lagði ÍR að velli með þremur mörkum, 27-24. Jafnræði var með liðunum framan af og jafnt á tölum í hálfleik, 15-15. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik en munurinn aldrei mikill ekki, eitt mark skyldi liðin að eftir fyrsta korterið 8-7 fyrir Fram og undir lok fyrri hálfleik komust heimamenn í þriggja marka forystu 14-11 þar sem Andri Már Rúnarsson var með helming marka Framara. Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR tók þá leikhlé og aðstoðamaður hans Andri Heimir Friðriksson kom honum til bjargar á loka mínútunum, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt svo staðan var jöfn í hálfleik 15-15. Gestirnir úr Breiðholtinu komu sterkari út í síðari hálfleikinn og leiddu fyrstu mínúturnar með tveimur mörkum. Bjarki Steinn Þórisson fékk svo beint rautt spjald fyrir brot á Andra Má Rúnarssyni, vafasamur dómur en Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins, voru ekki í vafa. Andri Már jafnar leikinn í stöðunni 19-19 og náði Fram forystunni í kjölfarið. Það fór að halla undir leik gestanna þegar líða tók á leikinn. Fram komst aftur í þriggja marka forystu og í þetta skiptið héldu þeir forystunni og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Af hverju vann Fram? Reynslan í leikmönnum liðsins skilaði sér að lokum í annars baráttuleik. Liðið gerði ýmislegt til að reyna að kasta þessu frá sér en reynsluleysi ÍRinga er mikið. Þeir fengu góða markvörslu miðað við varnarleikinn og nýttu svo að lokum færin sín undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson var besti maður vallarins. Hann skoraði talsvert meira í fyrri hálfleik en þá réðu ÍR-ingar ekkert við hann. Hann endaði á því að skora 10 mörk í leiknum, bjó til mikið í kringum sig og fiskaði menn út af. Rauða spjaldið og flestar brottvísanir ÍR voru tilkomnar vegna Andra Lárus Helgi Ólafsson varði vel í marki Fram, var smá tíma í gang en þegar hann datt í gírinn varði hann vel. Endaði með 16 bolta, rúma 40% markvörslu. Andri Heimir Friðriksson og Úlfur Gunnar Kjartansson voru sterkir fyrir gestina í dag. Úlfur var þéttur í vörninni og skoraði þrjú mörk. Andri Heimir dró vagninn sóknarlega en Eggert Jóhannsson endaði markahæstur með 6 mörk í horninu. Hvað gekk illa? Agaleysi lengst af, liðin töpuðu mikið af boltum í hröðum sóknum þar sem þeir köstuðu boltanum frá sér. Það var ýmislegt sem mátti betur fara í þessum botnslag, baráttan var til staðar hjá ÍR en gæðin framá við lítil. Fram þarf framlag frá fleiri leikmönnum, stór nöfn sem eru ekki nálægt því að spila á pari. Hvað er framundan? Það eru risa leikir framundan hjá þessum liðum, ÍR-Selfoss í Austurbergi mánudaginn 12 október og daginn eftir er það ÍBV-Fram í Vestmannaeyjum ef handboltinn fær að halda sínu striki þrátt fyrir hertar aðgerðir. Við vonum það besta og fylgjumst við 5. Umferðinni eftir rúma viku. Basti: Ef við vinnum ekki svona leik þá erum við í djúpum skít „Get ekki sagt annað en að ég sé feginn. Við stilltum þessu upp sem úrslitaleik um allt“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, eftir sigurinn á ÍR í Safamýrinni í dag, 27-24, þeirra fyrsti sigur í vetur. „Við förum í alla leiki til að vinna þá en þetta er svona leikur að ef við vinnum ekki þá erum við bara í djúpum skít“ „ÍR-ingar mættu og veittu okkur mjög verðuga keppi. Mér finnst samt rosalega oft í þessum fyrstu leikjum tímabilsins sem við erum í lykilstöðu í leiknum en það er bara eins og við hreinlega viljum ekki vinna eða viljum ekki vera yfir í leiknum“ sagði Basti fegin að liðið hafi brotið þann ís í dag og unnið leikinn. Andri Már Rúnarsson var frábær í liði Fram í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 8 mörk en hann endaði með 10 mörk og fimm sköpuð færi. Hann er búinn að vera frábær allt tímabilið sagði Sebastian um Andra „Enn þegar menn eru 18 ára þá eru menn stundum aðeins á undan sér svo ég þarf reglulega að taka hann útaf, kæla hann aðeins og tala við hann. Hann er skynsamur og tekur leiðbeiningum vel.“ Basti segir að þjálfarateymið sé enn að reyna að finna hvaða uppstilling henti liðinu best og að þeir hafi strögglað með það í dag. Hann á oft í vandræðum með að koma sínum bestu varnarmönnum inn þegar liðin keyra hratt á þá, en hann var ánægður með það að liðið hafi haldið haus undir pressu í dag „Við héldum bara ró okkar, það hefði verið mjög auðvelt að missa kúlið, eins og krakkarnir segja. Við höfðum miklu meira að tapa þegar uppi er staðið því það ætlast allir til þess að við vinnum, það er erfiðustu leikirnir að spila“ sagði Basti að lokum. Kiddi: Betra liðið tapaði í dag Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, segir að hans menn hafi verið heilt yfir betri en Fram þrátt fyrir tap. „Við vorum miklu betur, miklu betri allan tímann“ sagði Kiddi „Við förum með fjóra eða fimm bolta í hraðaupphlaupum þar sem við erum búnir að stela boltanum og við klikkum á dauðafærum“ „Basti talaði um að hann hafi verið í vandræðum með að stilla upp liðinu sínu, liðið hans er bara ekkert betra en þetta“ sagði Kiddi um ummæli Basta í sínu viðtali „Ef þeir geta ekki hlaupið í vörn og spilað vörnina þá er það algjör bara algjör hneysa“ Kristinn var mjög ósáttur eftir leik að hafa ekki tekið stigin með sér heim í Breiðholtið, hann telur liðið sitt hafa verið töluvert sterkari aðilinn í Safamýrinni „Þetta er bara þvæla, við vorum miklu betri í öllum leiknum“ sagði Kiddi aftur, en af hverju töpuðu þeir þá leiknum? „Við áttum bara að skora úr færunum okkar, það tengdist því ekkert hvort þeir myndu ná að skipta inn varnarmönnum, við áttum bara að skora“ ÍR er enn án stiga eftir fjóra leiki og viðurkenni Kiddi að það séu botnbaráttuslagirnir sem munu reynast þeim dýrir, hann var þó ánægður með frammistöðu liðsins í dag og mun nýta það og byggja ofan á fyrir komandi leiki „Ég skal viðurkenna það að ég var með tvö stig á þessum leik, auðvitað er þetta súrt. Það er samt stór munur á því að tapa og tapa svona, ég skal lifa með því.“ sagði Kristinn að lokum Olís-deild karla Fram ÍR Handbolti Íslenski handboltinn
Fram fagnaði sigri í 4. Umferð Olís deildar karla á heimavelli í dag er liðið lagði ÍR að velli með þremur mörkum, 27-24. Jafnræði var með liðunum framan af og jafnt á tölum í hálfleik, 15-15. Liðin skiptust á að leiða í fyrri hálfleik en munurinn aldrei mikill ekki, eitt mark skyldi liðin að eftir fyrsta korterið 8-7 fyrir Fram og undir lok fyrri hálfleik komust heimamenn í þriggja marka forystu 14-11 þar sem Andri Már Rúnarsson var með helming marka Framara. Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR tók þá leikhlé og aðstoðamaður hans Andri Heimir Friðriksson kom honum til bjargar á loka mínútunum, skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt svo staðan var jöfn í hálfleik 15-15. Gestirnir úr Breiðholtinu komu sterkari út í síðari hálfleikinn og leiddu fyrstu mínúturnar með tveimur mörkum. Bjarki Steinn Þórisson fékk svo beint rautt spjald fyrir brot á Andra Má Rúnarssyni, vafasamur dómur en Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, dómarar leiksins, voru ekki í vafa. Andri Már jafnar leikinn í stöðunni 19-19 og náði Fram forystunni í kjölfarið. Það fór að halla undir leik gestanna þegar líða tók á leikinn. Fram komst aftur í þriggja marka forystu og í þetta skiptið héldu þeir forystunni og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24. Af hverju vann Fram? Reynslan í leikmönnum liðsins skilaði sér að lokum í annars baráttuleik. Liðið gerði ýmislegt til að reyna að kasta þessu frá sér en reynsluleysi ÍRinga er mikið. Þeir fengu góða markvörslu miðað við varnarleikinn og nýttu svo að lokum færin sín undir lok leiks. Hverjir stóðu upp úr? Andri Már Rúnarsson var besti maður vallarins. Hann skoraði talsvert meira í fyrri hálfleik en þá réðu ÍR-ingar ekkert við hann. Hann endaði á því að skora 10 mörk í leiknum, bjó til mikið í kringum sig og fiskaði menn út af. Rauða spjaldið og flestar brottvísanir ÍR voru tilkomnar vegna Andra Lárus Helgi Ólafsson varði vel í marki Fram, var smá tíma í gang en þegar hann datt í gírinn varði hann vel. Endaði með 16 bolta, rúma 40% markvörslu. Andri Heimir Friðriksson og Úlfur Gunnar Kjartansson voru sterkir fyrir gestina í dag. Úlfur var þéttur í vörninni og skoraði þrjú mörk. Andri Heimir dró vagninn sóknarlega en Eggert Jóhannsson endaði markahæstur með 6 mörk í horninu. Hvað gekk illa? Agaleysi lengst af, liðin töpuðu mikið af boltum í hröðum sóknum þar sem þeir köstuðu boltanum frá sér. Það var ýmislegt sem mátti betur fara í þessum botnslag, baráttan var til staðar hjá ÍR en gæðin framá við lítil. Fram þarf framlag frá fleiri leikmönnum, stór nöfn sem eru ekki nálægt því að spila á pari. Hvað er framundan? Það eru risa leikir framundan hjá þessum liðum, ÍR-Selfoss í Austurbergi mánudaginn 12 október og daginn eftir er það ÍBV-Fram í Vestmannaeyjum ef handboltinn fær að halda sínu striki þrátt fyrir hertar aðgerðir. Við vonum það besta og fylgjumst við 5. Umferðinni eftir rúma viku. Basti: Ef við vinnum ekki svona leik þá erum við í djúpum skít „Get ekki sagt annað en að ég sé feginn. Við stilltum þessu upp sem úrslitaleik um allt“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, eftir sigurinn á ÍR í Safamýrinni í dag, 27-24, þeirra fyrsti sigur í vetur. „Við förum í alla leiki til að vinna þá en þetta er svona leikur að ef við vinnum ekki þá erum við bara í djúpum skít“ „ÍR-ingar mættu og veittu okkur mjög verðuga keppi. Mér finnst samt rosalega oft í þessum fyrstu leikjum tímabilsins sem við erum í lykilstöðu í leiknum en það er bara eins og við hreinlega viljum ekki vinna eða viljum ekki vera yfir í leiknum“ sagði Basti fegin að liðið hafi brotið þann ís í dag og unnið leikinn. Andri Már Rúnarsson var frábær í liði Fram í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hann skoraði 8 mörk en hann endaði með 10 mörk og fimm sköpuð færi. Hann er búinn að vera frábær allt tímabilið sagði Sebastian um Andra „Enn þegar menn eru 18 ára þá eru menn stundum aðeins á undan sér svo ég þarf reglulega að taka hann útaf, kæla hann aðeins og tala við hann. Hann er skynsamur og tekur leiðbeiningum vel.“ Basti segir að þjálfarateymið sé enn að reyna að finna hvaða uppstilling henti liðinu best og að þeir hafi strögglað með það í dag. Hann á oft í vandræðum með að koma sínum bestu varnarmönnum inn þegar liðin keyra hratt á þá, en hann var ánægður með það að liðið hafi haldið haus undir pressu í dag „Við héldum bara ró okkar, það hefði verið mjög auðvelt að missa kúlið, eins og krakkarnir segja. Við höfðum miklu meira að tapa þegar uppi er staðið því það ætlast allir til þess að við vinnum, það er erfiðustu leikirnir að spila“ sagði Basti að lokum. Kiddi: Betra liðið tapaði í dag Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, segir að hans menn hafi verið heilt yfir betri en Fram þrátt fyrir tap. „Við vorum miklu betur, miklu betri allan tímann“ sagði Kiddi „Við förum með fjóra eða fimm bolta í hraðaupphlaupum þar sem við erum búnir að stela boltanum og við klikkum á dauðafærum“ „Basti talaði um að hann hafi verið í vandræðum með að stilla upp liðinu sínu, liðið hans er bara ekkert betra en þetta“ sagði Kiddi um ummæli Basta í sínu viðtali „Ef þeir geta ekki hlaupið í vörn og spilað vörnina þá er það algjör bara algjör hneysa“ Kristinn var mjög ósáttur eftir leik að hafa ekki tekið stigin með sér heim í Breiðholtið, hann telur liðið sitt hafa verið töluvert sterkari aðilinn í Safamýrinni „Þetta er bara þvæla, við vorum miklu betri í öllum leiknum“ sagði Kiddi aftur, en af hverju töpuðu þeir þá leiknum? „Við áttum bara að skora úr færunum okkar, það tengdist því ekkert hvort þeir myndu ná að skipta inn varnarmönnum, við áttum bara að skora“ ÍR er enn án stiga eftir fjóra leiki og viðurkenni Kiddi að það séu botnbaráttuslagirnir sem munu reynast þeim dýrir, hann var þó ánægður með frammistöðu liðsins í dag og mun nýta það og byggja ofan á fyrir komandi leiki „Ég skal viðurkenna það að ég var með tvö stig á þessum leik, auðvitað er þetta súrt. Það er samt stór munur á því að tapa og tapa svona, ég skal lifa með því.“ sagði Kristinn að lokum
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti