Sveitarfélögin segja aðgerðir stjórnvalda ekki duga Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2020 22:01 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og svietarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Vísir/Vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á þau dugi ekki til. Sveitarstjórnarráðherra segir almennar aðgerðir stjórnvalda einnig koma sveitarfélögum til góða. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynnti sérstakar aðgerðir stjórnvalda vegna áhrifa kórónufaraldursins á fjárhag sveitarfélaganna upp á 4,8 milljarða á fjármálastefnu þeirra í dag. Sex hundruð og sjötíu milljónir fara til málefna fatlaðra, hálfur milljarður til sveitarfélaga í mestum vanda og 720 milljónir til að standa undir fjárhagsaðstoð við einstaklinga svo dæmi séu tekin. Aldís Hafsteinsdóttir formaður stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þessar aðgerðir ekki duga. „Þær eru auðvitað langt frá því að duga fyrir þeirri fjárvöntun sem sveitarfélögin standa frami fyrir. Við stöndum frami fyrir fimmtíu milljarða fjárvöntun í ár og á næsta ári,“ segir Aldís. Sigurður Ingi segir aðgerðir stjórnvalda byggja á nýrri greiningu starfshóps á stöðu sveitarfélaganna. Sameiginlegur vandi þeirra vegna kórónufaraldursins væri upp á um 33 milljarða. „Mín afstaða er sú að það hlýtur að vera leiðarljós hjá hinu opinbera að hjálpa hinum veiku í gegnum erfiðleikana. En ekki setja þá á gjörgæslu sem eru við góða heilsu,“ segir Sigurður Ingi. Stjórnvöld hafi hvatt þau sveitarfélög sem það gætu til aukinnar lántöku með sama hætti og ríkið fjármagnaði sínar aðgerðir. Þau fresti gjöldum, lækki þau eða fell niður og auki fjárfestingar og viðhaldsframkvæmdir. Þá komi hundruða milljarða samgönguframkvæmdir á næstu árum sveitarfélögunum til góða eins og allar þær aðgerðir sem gripið hafi verið til að undanförnu. „Hlutabótaleiðin og öflugt atvinnuleysistryggingakerfi hefur til dæmis án efa gert það að verkum að fallið í útsvarinu er minna en búast mátti við,“ sagði samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fjármálastefnu ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43 Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21 Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. 30. september 2020 18:43
Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Sveitarfélögin eru misjafnlega stödd vegna kórónufaraldursins. Sveitarstjórnarráðherra boðar aðgerðir á næstu dögum til að styðja þau ssem verst hafa orðið úti. 23. september 2020 19:21
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39