Barcelona hafði betur gegn Bayern í baráttunni um bandaríska bakvörðinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 19:16 Nýjasti leikmaður Börsunga kemur frá Ajax en er Bandaríkjamaður. EPA-EFE/GERMAN PARGA Spænska stórveldið Barcelona staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í dag að félagið hefði fest kaup á unga bakverðinum Sergiño Dest. Leikmaðurinn hefur verið mjög eftirsóttur og var til að mynda einnig orðaður við Bayern München. First Barça workout for @sergino_dest! pic.twitter.com/4fl4Pd4mHC— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2020 Hinn 19 ára gamli Dest er frá Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá A-landsleiki en hefur verið í herbúðum Ajax frá árinu 2012. Hann leikur nær eingöngu í stöðu hægri bakvarðar og var síðasta tímabil hans fyrsta í aðalliði Ajax. Kaupverðið hljóðar upp á 21 milljón evra, þá gætu fimm milljónir evra til viðbótar bæst við ef Dest nær ákveðnum árangri í treyju Barcelona. Skrifaði hann undir fimm ára samning við Börsunga. New dream, new team. Força Barça! @FCBarcelona #SD2 pic.twitter.com/Sa2LZFVcwn— Sergiño Dest (@sergino_dest) October 1, 2020 Nýráðinn þjálfari Barcelona – Hollendingurinn Ronald Koeman – vildi ólmur fá Dest í raðir félagsins og tókst það loks í dag. Þá reyndi Koeman einnig að sannfæra leikmanninn um að velja Holland frekar en Bandaríkin er hann var landsliðsþjálfari Hollands. Börsungar seldu Nélson Semedo á dögunum til Wolves. Semedo er portúgalskur hægri bakvörður og á Dest einfaldlega að fylla upp í skarðið sem sala hans skyldi eftir sig. Sergi Roberto leikur í stöðu hægri bakvarðar í kvöld er Barcelona heimsækir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona staðfesti á samfélagsmiðlum sínum í dag að félagið hefði fest kaup á unga bakverðinum Sergiño Dest. Leikmaðurinn hefur verið mjög eftirsóttur og var til að mynda einnig orðaður við Bayern München. First Barça workout for @sergino_dest! pic.twitter.com/4fl4Pd4mHC— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2020 Hinn 19 ára gamli Dest er frá Bandaríkjunum og hefur leikið þrjá A-landsleiki en hefur verið í herbúðum Ajax frá árinu 2012. Hann leikur nær eingöngu í stöðu hægri bakvarðar og var síðasta tímabil hans fyrsta í aðalliði Ajax. Kaupverðið hljóðar upp á 21 milljón evra, þá gætu fimm milljónir evra til viðbótar bæst við ef Dest nær ákveðnum árangri í treyju Barcelona. Skrifaði hann undir fimm ára samning við Börsunga. New dream, new team. Força Barça! @FCBarcelona #SD2 pic.twitter.com/Sa2LZFVcwn— Sergiño Dest (@sergino_dest) October 1, 2020 Nýráðinn þjálfari Barcelona – Hollendingurinn Ronald Koeman – vildi ólmur fá Dest í raðir félagsins og tókst það loks í dag. Þá reyndi Koeman einnig að sannfæra leikmanninn um að velja Holland frekar en Bandaríkin er hann var landsliðsþjálfari Hollands. Börsungar seldu Nélson Semedo á dögunum til Wolves. Semedo er portúgalskur hægri bakvörður og á Dest einfaldlega að fylla upp í skarðið sem sala hans skyldi eftir sig. Sergi Roberto leikur í stöðu hægri bakvarðar í kvöld er Barcelona heimsækir Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 4.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Rooney bað Coleen á bensínstöð Enski boltinn Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Sjá meira