Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar sigri í Meistaradeildinni með liðsfélögum sínum í Lyon og Evrópumeistarabikarnum. VÍSIR/GETTY Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal) Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Leikmenn Olympique Lyon voru sigursælir á verðlaunahátíð Meistaradeildar kvenna en verðlaunin fóru þó ekki til Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem var tilnefnd sem besti miðjumaður tímabilsins. Þetta er í fyrsta sinn sem UEFA verðlaunar fyrir leikstöður hjá konunum og þetta er því söguleg verðlaun. Karlarnir hafa fengið slík verðlaun undanfarin ár. Þjálfarar liðanna sem komust í átta liða úrslitin og tuttugu blaðamenn sem sérhæfa sig í umfjöllun um kvennafótboltann völdu bestu leikmennina hjá konunum. UEFA var síðan áður búið að gefa það út hverjar urðu þrjár efstar í kosningunni í hverri stöðu. Sara Björk Gunnarsdóttir átti magnað tímabil í Meistaradeildinni þar sem hún vann bæði gull og silfur. Bæði lið henna fóru nefnilega í úrslitaleikinn þar sem Sara Björk skoraði eitt marka Olympique Lyon í 3-1 sigri á hennar gömlu félögum í Wolfsburg. Verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar fóru til Dzsenifer Marozsán en auk hennar og Söru þá var Alex Popp, fyrirliði Wolfsburg, tilnefnd. Kevin De Bruyne hjá Manchester City fékk sömu verðlaun hjá körlunum. Verðlaunin streymdu til leikmanna Lyon. Sarah Bouhaddi, markvörður Olympique Lyon, var valin besti markvörður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Manuel Neuer, markvarðar Bayern München. Wendie Renard, fyrirliði Olympique Lyon, var valin besti varnarmaður Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Verðlaunin hjá körlunum fóru til Joshua Kimmich, bakvarðar Bayern München. Verðlaun UEFA: Pernille Harder, fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá þýska félaginu Wolfsburg var kosin besti sóknarmaður Meistaradeildarinnar en þar fóru verðlaunin ekki til Lyon. Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Besti markvörður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Sarah Bouhaddi, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Christiane Endler (Paris Saint-Germain) og Sandra Panos (Barcelona). Besti varnarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Wendie Renard, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Lucy Bronze (Olympique Lyon) og Lena Goessling (Wolfsburg). Besti miðjumaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Dzsenifer Marozsán, Olympique Lyon Líka tilnefndar: Sara Björk Gunnarsdóttir (Olympique Lyon) og Alex Popp (Wolfsburg). Besti sóknarmaður í Meistaradeild kvenna 2020-21: Pernille Harder, Wolfsburg Líka tilnefndar: Delphine Cascarino (Lyon) og Vivianne Miedema (Arsenal)
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira