KR tók á XY Bjarni Bjarnason skrifar 29. september 2020 22:07 Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY. KR Vodafone-deildin Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn
Níunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Millileikur kvöldsins var stórveldið KR gegn vonarstjörnunum í XY. Lið KR var á heimavelli og völdu þeir kortið Inferno. Leikmenn XY sem byrjuðu á því að spila vörn (counter-terrorist) voru sannfærandi í upphafi leiks þrátt fyrir að tapa fyrstu lotunni. Strax í annari lotu þvinguðu þeir kaup, stálu lotunni og tóku næstu. Mulningsvélin í gang Eftir smá hikst í fyrstu lotunum komust KR-ingar í gang og fljótt voru þeir komnir á fleygi ferð. Lotu eftir lotu rifu þeir XY í sig. KR fundu opnur á vörn XY hvert sem þeir fóru og í þau skipti sem engar opnur voru bjuggu þeir þær til. Leikmenn XY áttu engin svör við beittum sóknar leik KR-inga þar sem ofvirkur (Ólafur Barði Guðmundsson) var sjóðandi heitur. XY náði einungis einni lotu eftir að mulningsvélin fór í gang. Staðan í hálfleik KR 12 - 3 XY. Þrátt fyrir dapurlegan fyrri hálf leik voru leikmenn XY ekki dauðir úr öllum æðum en. Sóknar (terrorist) leikurinn hjá XY leit mun betur út. Strax í fyrstu lotu í seinni hálfleik sýndi xerious (Sigurður Ingiberg Ólafsson) sig í fyrsta skipti í leiknum. Hann náði 3 fellum í mikilvægri lotu. En leikmenn XY náðu tveimur lotum til viðbótar áður en KR-ingar slógu á hendurnar á þeim. Leikmaður KR Midgard (Heiðar Flóvent Friðriksson) var þyrnir í síðu leikmanna XY allan leikinn og bar sérstaklega á honum í seinni hálfleik. Eftir að hafa hægt á XY var eftirleikurinn auðveldur fyrir KR-inga sem unnu leikinn á sannfærandi máta. Loka staðan KR 16 - 7 XY.
KR Vodafone-deildin Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn