Mercedes-AMG barnakerrur og vagnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 30. september 2020 07:00 Gjarðirnar á kerrunni passa við felgurnar á bílnum. Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent
Mercedes-Benz hefur kynnt til sögunnar AMG barnakerrur og barnavagna. Um er að ræða endurhannaðar útgáfur af Avantgarde kerrum og vögnum. Settið verðleggst á um 785 sterlingspund sem samsvara um 140.000 krónum. Hægt er að fá settið í rauðu. AMG er frammistöðu eða sport deild Mercedes-Benz þar sem hörðustu sportbílar framleiðandans eru hannaðir og smíðaðir. Það er því viðeigandi að mikilvægasta fólkið fái kerrur og vagna hannaða með sport og frammistöðu í huga. Kerran kemur með stórum dekkjum hvers gjarðir passa við svokallaðar AMG cross-spoke felgurnar. Þar að auki kemur kerran með fjöðrun, handbremsu, hæðarstillanlegu handfangi og fimm punkta öryggisbelti. Vagninn er með sportrönd. Skiptitaskan tæki sig vel út á rölti við sjávarsíðuna. Þá pakkast hún auðveldlega saman. Kerrustykkinu má svo snúa fram og aftur. Hægt er að halla aftur sætinu í kerrustykkinu. Sætisáklæðið passar svo við sætisáklæði AMG bílana og er annað hvort svart eða grafít litað. Hægt er að fá vagnstykki í stíl og smellur það á sömu grind og kerrustykkið. Einnig er fáanleg AMG skiptitaska eða bleyjutaska.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent