Söfnunarfé SOS Barnaþorpanna komið til Beirút Heimsljós 29. september 2020 15:12 Ljósmynd frá Beirút: SOS Barnaþorpin Níu evrópsk samtök SOS Barnaþorpa söfnuðu 84 milljónum króna í neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút, höfuðborg Líbanons, í byrjun ágústmánaðar. SOS Barnaþorpin á Íslandi tóku þátt í söfnuninni og Íslendingar lögðu af mörkum eina og hálfa milljón króna. Söfnunarfé hefur verið sent til Beirút til stuðnings við neyðaraðgerðir eftir sprenginguna. SOS Barnaþorpin leggja áherslu á að aðstoðin nái til barna sem hlutu andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða. Einnig börn sem misstu foreldra eða forráðamenn og þurfa á umönnun að halda, börn sem eiga í hættu að missa foreldraumsjá, búa hjá tekjulitlum fjölskyldum eða búa á heimilum einstæðra mæðra. Beinn stuðningur felst að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna meðal annars í því að 130 fjölskyldur fá fjárhagslegan stuðning, 120 börnum er tryggður stuðningur við menntun gegnum spjaldtölvur, 50 börn fá nauðsynlega lyfjameðferð og 75 börn fá stuðning á sérstökum barnvænum svæðum. Þá hafa 5 til 10 börn sem misstu foreldra sína fengið tímabundna umönnun eða til lengri tíma í fjölskylduumhverfi í SOS barnaþorpi. Hans Steinar segir að sálfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna séu til staðar í Beirút og áfram sé fylgst með berskjölduðum börnum og fjölskyldum sem gætu þurft á aðstoð að halda. Hamfarirnar kostuðu minnst 135 mannslíf, yfir fjögur þúsund særðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sprenging í Beirút Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent
Níu evrópsk samtök SOS Barnaþorpa söfnuðu 84 milljónum króna í neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút, höfuðborg Líbanons, í byrjun ágústmánaðar. SOS Barnaþorpin á Íslandi tóku þátt í söfnuninni og Íslendingar lögðu af mörkum eina og hálfa milljón króna. Söfnunarfé hefur verið sent til Beirút til stuðnings við neyðaraðgerðir eftir sprenginguna. SOS Barnaþorpin leggja áherslu á að aðstoðin nái til barna sem hlutu andlegan, líkamlegan og félagslegan skaða. Einnig börn sem misstu foreldra eða forráðamenn og þurfa á umönnun að halda, börn sem eiga í hættu að missa foreldraumsjá, búa hjá tekjulitlum fjölskyldum eða búa á heimilum einstæðra mæðra. Beinn stuðningur felst að sögn Hans Steinars Bjarnasonar upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna meðal annars í því að 130 fjölskyldur fá fjárhagslegan stuðning, 120 börnum er tryggður stuðningur við menntun gegnum spjaldtölvur, 50 börn fá nauðsynlega lyfjameðferð og 75 börn fá stuðning á sérstökum barnvænum svæðum. Þá hafa 5 til 10 börn sem misstu foreldra sína fengið tímabundna umönnun eða til lengri tíma í fjölskylduumhverfi í SOS barnaþorpi. Hans Steinar segir að sálfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna séu til staðar í Beirút og áfram sé fylgst með berskjölduðum börnum og fjölskyldum sem gætu þurft á aðstoð að halda. Hamfarirnar kostuðu minnst 135 mannslíf, yfir fjögur þúsund særðust og um 300 þúsund misstu heimili sín. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sprenging í Beirút Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent