Hætta við atkvæðagreiðslu og standa við lífskjarasamninginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2020 14:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hefur ákveðið að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fer því ekki fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SA sem send var út nú á þriðja tímanum. Framkvæmdastjórn SA hefur fundað stíft síðan ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka sinn, sem koma á til móts við atvinnulífið og stilla til friðar á vinnumarkaði, í morgun. Boðað hafði verið til atkvæðagreiðslu meðal aðildarfyrirtækja SA um uppsögn á lífskjarasamningnum, sem til stóð að hæfist um miðjan dag í dag og lyki á morgun. Í tilkynningu frá SA nú á þriðja tímanum segir að framkvæmdastjórnin hafi á fundum sínum í dag tekið afstöðu til tveggja kosta. Annars vegar að halda atkvæðagreiðslunni til streitu og hins vegar áframhald lífskjarasamningsins að teknu tilliti til aðgerða stjórnvalda, einkum lækkun tryggingagjalds, skattalegra ívilnana og beinna styrkja til fyrirtækja. Það hafi að endingu verið samhljóma ákvörðun framkvæmdastjórnar SA að lífskjarasamningurinn gildi áfram. Atkvæðagreiðslan um uppsögn kjarasamninga mun því ekki fara fram. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna SA taka sérstaklega fram í tilkynningu sinni að aðgerðir stjórnvalda nú komi til með að milda áhrif launahækkana sem taka gildi um áramótin. Heildarkostnaður vegna þeirra verði 40-45 milljarðar króna á ársgrundvelli. Eftir sem áður muni launahækkanir veikja stöðu atvinnulífsins. Þá telji SA sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vilji stuðla að þeim. Þær verði þó ekki „keyptar á hvaða verði sem er.“ Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru. Verkalýðshreyfingin hafi hafnað hugmyndum SA til að milda höggið og sú staða hafi þvingað SA til að leita samstarfs við stjórnvöld um mótun viðbragða við stöðunni. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hefur tekið heldur fálega í aðgerðir stjórnvalda það sem af er degi. Efling lýsti yfir vonbrigðum með aðgerðapakkann og sagði hann aðeins styðja atvinnurekendur og efnafólk. Þá sagði Drífa Snædal forseti ASÍ að í pakkanum mætti finna ýmislegt gott, til að mynda framlengingu á verkefninu Allir vinna, en margt mætti útfæra betur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20
Framkvæmdastjórn SA gaumgæfir aðgerðapakkann á fundi Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins situr nú fund þar sem hún fer yfir aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar. 29. september 2020 11:49