Guðmundur Franklín undirbýr sig fyrir hugsanlegt framboð í komandi alþingiskosningum Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2020 10:45 Guðmundur Franklín er að máta sig við hugmyndina um að fara fram að fullum krafti í komandi alþingiskosningum sem verða að ári liðnu. visir/vilhelm Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Guðmundur Franklín, athafnamaður í ferðaþjónustu sem bauð sig fram í síðustu forsetakosningum, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að stofna neitt, en vel megi vera að hann og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum sem verða að ári. „Það er ekki búið að stofna neitt. þetta er nú bara það sem fólk er að ýta manni út í. Núna eru menn bara að horfa á hvað ríkisstjórnin er að fara að gera fyrir atvinnulífið. Nú eru allskonar hræringar með nöfn og annað. Fólk vill ýta mér út í pólitíkina. Það kemur í ljós, en ekkert á þessu ári,“ segir Guðmundur Franklín. Telur sig ekki eiga samleið með Miðflokki Nú er ár í alþingiskosningar og ekki seinna vænna að fara að huga að framboðsmálum, ætli menn fram. „Getur meira en verið að það gerist eitthvað í byrjun næsta árs. Ég ýti því ekkert út af borðinu. Með nýju ári koma nýir og betri tímar.“ En sé litið til þeirra mála sem þú talaðir fyrir í til þess að gera nýafstöðnum forsetakosningum, þá einkum Orkupakkamálum, má ætla að þau eigi sér heimili hjá Miðflokki og Flokki fólksins? Guðmundur Franklín hlær við þeirri spurningu og vísar til mála sem eru tíunduð af honum sjálfum á nýuppfærðri Facebooksíðu Frjálslynda lýðræðisflokksins: a) Beint lýðræði verður ástundað í formi þjóðaratkvæðagreiðslna um mikilvæg málefni. b) Öllum íbúum samfélagsins verða tryggð grundvallar mannréttindi sem felast í öryggi til daglegs lífs, fæðu og húsaskjóls. c) Aðhald verður tryggt í ríkisrekstri og dregið úr álögum á einstaklinga og fyrirtæki. d) Auðlindir í eigu þjóðar og handfæraveiðar frjálsar öllum íslenskum ríkisborgurum. Skjáskot af Facebook-vegg Frjálslynda lýðræðisflokksins hvar Guðmundur Franklín er potturinn og pannan. Enda var hópurinn stofnaður upphaflega til að vinna að forsetaframboði hans.skjáskot „Og svo að berjast gegn spillingu sem er aðalatriðið. Svona flokkur getur verið ágætis viðbót í flóruna,“ segir Guðmundur Franklín sem telur sig ekki eiga samleið með Miðflokknum. Segist hafa fullt leyfi til að breyta um skoðun Guðmundur Franklín segir að margir hafi komið að máli við sig og viljað ýta honum út í pólitíkina. „Það sé kannski það eina rétta og ég hef tekið vel í það. Það er ekkert aðfara að gerast í ferðabransanum þannig að ég hef góðan tíma. Maður verður að verja honum vel. En, ekki er hægt að segja að þú hafir riðið feitum hesti frá forsetakosningunum? „Jújújú, frábærum gæðingi. Ég mældist með meira fylgi en Framsóknarflokkurinn. Þó það hafi verið augljóst að það sem ég var að fara gegn var óyfirstíganlegur hjalli, þá var í rauninni skylda einhvers að koma fram til að hægt væri að hafa lýðræðislega kosningu. Ég tók það að mér. Og það verður að benda á þessi mál, annars er framtíðin ekki björt.“ Í forsetakosningunum varstu spurður um það hvort framboð þitt væri upptaktur að því að þú vildir láta til þín taka í pólitíkinni; landsmálunum. Þú hafnaðir því þá? „Ég var spurður að því þrisvar sinnum. Og sagði nei. En í lýðræðisþjóðfélagi geta menn skipt um skoðun og nú er ég að bræða það með mér – valið er mitt.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Forsetakosningar 2020 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira