Greinir á um hvernig ganga eigi frá hárri skuld handknattleiksdeildar Gróttu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2020 14:08 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla í handbolta. vísir/elín björg Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Í síðustu viku sagði stjórn handknattleiksdeildar Gróttu af sér vegna ágreinings um uppgjör á skuld fyrri stjórna deildarinnar. Skuldin, sem nemur rúmlega 23 milljónum króna, safnaðist upp á rekstrarárunum 2016-18. Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar, segir ljóst að eytt hafi verið um efni fram og aðalstjórn Gróttu hafi brugðist eftirlitshlutverki sínu. Fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar og aðalstjórn greinir á um hvar ábyrgðin vegna skuldarinnar liggi. „Mitt stjórnarfólk var ósammála þeirri ákvörðun að nú ætti að fara að greiða niður fortíðarvanda þar sem allir brugðust. Stjórnarfólk handknattleiksdeildar samdi langt um efni fram og eftirlit aðalstjórnar brást harkalega. Það er skýrt í lögum félagsins að alla samninga og fjárhagsskuldbindingar þurfi að bera undir aðalstjórn til samþykktar,“ sagði Lárus í samtali við Vísi. Að hans sögn var fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar ekki tilbúin að skuldbinda deildina til næstu 20 ára eins og tillaga aðalstjórnar hljómaði. „Við sættum okkur við að það yrði lagt á framtíðar stjórnir að safna lágmarki milljón á ári til að standa undir þessu,“ sagði Lárus. Hann segir að málið hafi verið tekið upp að frumkvæði fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar. „Þetta var gert að okkar frumkvæði því við sáum í ársreikningnum að skuldin hafði lækkað um milljón milli ára. Við fórum að grennslast fyrir um það og fengum ýmsar skýringar. Við sendum inn erindi til aðalstjórnar þar sem við óskuðum eftir því að skuldin yrði felld niður enda ljóst að allir brugðust,“ sagði Lárus. „Þetta er leiðindamál. Að okkar mati ætti að afskrifa þetta á næstu þremur til fimm árum svo hægt sé að halda áfram. Og gera meiri kröfur á deildirnar að þær skili sér réttu megin við núllið. Sem Gróttumaður vonast maður til að sá lærdómur verði dreginn af þessu máli og þetta gerist ekki aftur. Að það sé ekki segja að semja um efni fram og svo eigi aðalstjórnin að taka skellinn. Það er ekki hægt að hafa þetta mál hangandi yfir félaginu lengi og það þarf bara að rífa þennan plástur einhvern veginn af.“ Að sögn Lárusar hittir fráfarandi stjórn handknattleiksdeildar aðalstjórn á fundi annað kvöld þar sem hún skilar deildinni af sér. Bragi Björnsson, formaður aðalstjórnar Gróttu, vildi lítið tjá sig um málið í samtali við Vísi. „Það er leitt þegar gott fólk ákveður að stíga til hliðar og eftirsjá af því. En ég vil ekki vera með mikla yfirlýsingar því aðalstjórn á fund með handknattleiksdeild á morgun,“ sagði Bragi og bætti við að hann hefði fulla trú á að málið fengi farsælan endi.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira