Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 17:03 Rúnar var reiður í leikslok. vísir/bára Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum. Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira
Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. „Tilfinningin er mjög skrítin. Það sjá allir hvað gerðist hérna í dag, þetta er bara eitthvað sem maður getur ekki sætt sig við,“ sagði Rúnar áður en hann var spurður nánar út í þetta atvik sem hann getur ekki sætt sig við. „Fíflagangurinn í Ólafi Inga Skúlasyni. Hann leitar með höfuðið í höndina á Beiti þegar hann er löngu búinn að kasta boltanum út. Hann er bara með leikrit og hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna að eyðileggja leikinn á þennan hátt. Þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí. Það er ofboðslega leiðinlegt að horfa upp á þetta,“ sagði Rúnar hundfúll í viðtali eftir leik. KR-ingar tóku langan fund inn í búningsklefa eftir að lokaflautið gall áður en hægt var að veiða þá út í viðtöl. Rúnar var þá spurður hvort hann hafi verið að láta sína menn heyra það inn í klefa. „Fyrir hvað á ég að skamma þá? Við vorum í fínum málum í þessum leik. Staðan er eitt-eitt, úrslit sem við hefðum getað sætt okkur við þrátt fyrir að vera einum fleiri. Völlurinn býður ekki upp á mikinn fótbolta og þetta var erfitt fyrir bæði lið en við erum ósáttir að fá ekki neitt út úr þessu,“ sagði Rúnar Kristinsson. Klippa: Viðtal við Rúnar Kristinsson Leikurinn á Meistaravöllum í dag minnti á köflum meira á sundknattleik en fótbolta vegna stærðarinnar polla sem mynduðust á vellinum vegna úrhellis rigningar. Rúnari var ekki skemmt að spila fótbolta í þessum aðstæðum. „Nei þetta sýnir þeim sem vilja lengja tímabilið að það er erfitt við þessar aðstæður, það er erfitt að spila fótbolta í þessu. Gervigras hefði kannski hjálpað í þessu tilfelli en þetta er bara hluti af leiknum og þá þarf liðið bara að nota önnur vopn í sínum leik. Við breyttum til og settum inn tvo framherja og fórum í gömlu góðu kýlinguna og reyndum að vinna seinni boltana. Við sköpuðum ágætis færi út úr því og markmaðurinn þeirra ver vel alveg tvisvar til þrisvar úr dauðafæri hjá okkur. Við vildum bara reyna að vinna þennan leik,“ hafði Rúnar að segja um óeðlilegar vallar aðstæður í dag. Óskar Örn Hauksson byrjaði leikinn í dag á varamannabekknum en kom svo inn á í hálfleik og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að breyta leiknum með flottu jöfnunarmarki. Aðspurður að því af hverju Óskari var ekki í byrjunarliðinu í dag sagði Rúnar: „Við erum bara með samkeppni, við höfum marga góða fótboltamenn og Stefán Árni er búinn að vera að spila vel í stöðunni hans Óskars. Við breyttum bara um leikkerfi í upphafi síðari hálfleiks með því að fjölga leikmönnum framarlega á vellinum og fara í þriggja manna vörn og setja langa bolta fram. Óskar slapp í gegn mjög snemma í síðari hálfleiknum og hann er frábær að klára færi úr þessari stöðu og gerði það vel í dag.“ Kristján Flóki Finnbogason fór meiddur af velli á 79. mínútu leiksins. Rúnar sagðist ekki alveg viss um hversu Flóki verður lengi frá keppni. „Hún er óljós. Við vitum ekki alveg hvað er að hrjá hann en hann var kominn með eitthvað tak aftan í lærið. Sennilega er þetta einhverskonar tognun en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Rúnar Kristinsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla KR Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51 Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Sjá meira
Leik lokið: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum KR hefur haft gríðarlega sterkt tak á Fylki undanfarin ár en náði einungis einu stigi gegn Fylki á heimavelli í dag. 27. september 2020 15:51