„Hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 12:45 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður hjá Rétti var verjandi dagmóðurinnar í Landsrétti. Hann segir málið sorglegt. Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið. Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Dagmóðirin sem sýknuð var í Landsrétti í gær af ákæru um sérstaklega hættulega líkamsárás gegn tuttugu mánaða gömlu barni sem hún hafði í umsjá á ekki rétt á skaðabótum vegna málsins. Málareksturinn hefur tekið fjögur ár. Verjandi hennar segir málið átakanlegt í alla staði og vonar að hægt verði að draga af því lærdóm. Réttargæslumaður foreldra barnsins tekur undir það að málið hafi verið átakanlegt en segir foreldrana fegna málalokum. Konan var í Héraðsdómi Reykjaness árið 2018 dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að barninu. Konan var ein til frásagnar um það sem gerðist á heimilinu þennan dag og sagði barnið hafa fallið úr barnastól en dómurinn taldi það hafið yfir allan vafa að hún hefði gerst sek um brotið. Því var Landsréttur ósammála og mat það sem svo að ekki væri hægt að útiloka að barnið hafi fallið úr stólnum. Fyrir fram ákveðin niðurstaða „Rannsókn málsins var verulega ábótavant. Það virðist í upphafi hafa verið ákveðið að barnið hafi verið beitt ofbeldi og rannsókn málsins þess vegna miðað að því að styðja þá tilgátu í stað þess að rannsaka aðra möguleika,” segir Sigurður Örn Hilmarsson, verjandi konunnar í Landsrétti. „Það tók til dæmis matsmanninn í héraðsdómi sjö klukkutíma að komast að þeirri niðurstöðu að hún væri sek, en hún hefur nú þurft að bíða í fjögur ár eftir að upplifa einhvers konar réttlæti. Á milli dómstiga óskaði ég eftir dómkvaðningu yfirmatsmanna til að upplýsa málið betur og niðurstöðurnar voru þær að niðurstöður hinna sérfræðinga héldu ekki, sem leiddi þá til sýknu í Landsrétti,” bætir hann við. Niðurstöðurnar voru þær að ekki væri hægt að útiloka að áverkar á barninu hefðu komið til við að barnið félli á eða utan í barnastólinn sem hún sat í og/eða barnastóla sem voru við hlið hans. Þá væri ekki hægt að útiloka að barnið hefði fengið einhverja af áverkunum, sérstaklega á hálsinum, á undan falli úr stólnum. Erfitt fyrir alla hlutaðeigandi „Það hefur ömurlegar afleiðingar í för með sér. Auðvitað fyrir skjólstæðing minn sem hefur þurft að sitja undir því núna í fjögur ár, þessum alvarlegu ásökunum um stórfellda líkamsárás gegn barni sem var í hennar umsjón. Og svo hugsa ég auðvitað líka til foreldra barnsins og get mér til um að þau hafi þá allan þennan tíma staðið í þeirri trú að barnið hafi verið beitt ofbeldi enda eðlilegt að foreldrar treysti lögreglu og sérfræðingum. Ég vona auðvitað að það verði hægt að læra eitthvað af þessu,” segir Sigurður. Aðspurður hvort konan muni krefjast skaðabóta segir hann að hún eigi engan bótarétt. „Hún var aldrei handtekin og aldrei sett í gæsluvarðhald, eða aðrar þvinungarráðstafanir, þannig að lögum samkvæmt á hún engan bótarétt nema henni takist að sýna fram á að einhver af þessum sérfræðingum hafi unnið í rauninni gegn betri vitund eða sýnt af sér einhvers konar saknæma háttsemi – sem ég hefast um að sé raunin, frekar eitthvað áhuga- eða getuleysi.” Málið sé fyrst og fremst sorglegt. „Þetta er mjög hryggilegt í alla staði. Skjólstæðingur minn hafði unnið með börnum í áratugi án þess að nokkuð hefði komið upp á og einn daginn lenti hún í þessu að vera sökuð um þetta brot sem er eins og ég segi, svívirðilegt að almenningsáliti. Þetta hefur haft verulega röskun á hennar lífi. Hún hefur þurft að skipta um vinnu og þetta hefur í raun sett líf hennar á hvolf og þetta er ömurlegt fyrir alla hlutaðeigandi, sem hefði mátt komast hjá ef menn hefðu vandað sig frá byrjun,” segir Sigurður Örn. Þyrí Halla Steingrímsdóttir, réttargæslumaður foreldranna, segir málið erfitt og átakanlegt en er fegin því að því sé lokið.
Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira