Kallar eftir stefnu sem byggir á mannúð en ekki „ískaldri skilvirkni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2020 17:44 Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli egypsku fjölskyldunnar var dropinn sem fyllti mælinn hjá Rósu Björk. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“ Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dómsmálaráðherra þarf að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni í ljósi alvarlegra athugasemda sem hafa verið gerðar við frumvarpið. Þetta segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður, sem í síðustu viku sagði sig úr Vinstri hreyfingunni – grænu framboði vegna máls egypsku fjölskyldunnar. Aðgerðaleysi stjórnvalda í máli fjölskyldunnar hafi verið dropinn sem fyllti mælinn. Það hafi ekki verið annað hægt en að taka afstöðu með börnunum. Rósa Björk hafi allra síst farið út í stjórnmál til að styðja brottvísun á börnum. „Þetta er náttúrulega mjög gleðileg niðurstaða fyrir fjölskylduna og sérstaklega börnin sem hafa fest hér rætur, verið í íslenskum skóla og tala nú íslensku. Það er líka gleðilegt og gott að sjá að kærunefnd útlendingamála kemst að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að þetta séu gleðileg tíðindi fyrir fjölskylduna og samtakamátt almennings þá er þetta gríðarlega mikill ósigur fyrir stjórnmálin og sér í lagi fyrir þá ómannúðlegu stefnu stjórnvalda sem átti greinilega að fylgja til hins ítrasta,“ segir Rósa. Það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ákveðið að „skella í lás“. Rósa segir augljóst að víða sé pottur brotinn í málaflokknum. Málið verði hafa afleiðingar. „Það sem við þurfum að sjá núna er að nefnd um endurskoðun útlendingalaga komi saman sem allra fyrst og geri alvöru úr því að meta framkvæmd útlendingalaga. Ríkisstjórnin þarf að sýna að hún virði sinn eigin stjórnarsáttmála um að mannúðarsjónarmið og alþjóðlegar skuldbindingar verði lögð til grundvallar í málefnum flóttafólks og svo þarf dómsmálráðherra hreinlega að draga frumvarp sitt um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga til baka og endurvinna það frá grunni.“ Breytingar þurfi líka að eiga sér stað hjá Útlendingastofnun. „Við þurfum að halda vörð um að virða réttindi barna sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd út frá þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ísland hefur undirgengist.“ Gera þurfi heildstætt mat á hagsmunum barna í hvívetna. „En umfram allt þá þarf Ísland að axla siðferðislega skyldu sína og alþjóðlegar skuldbindingar sínar í málefnum flóttafólks og við þurfum að móta hér alvöru stefnu í málefnum flóttafólks sem byggir á mannúð en ekki ískaldri skilvirkni.“ Fjöldi fólks lét sig mál egypsku fjölskyldunnar varða. Þannig skrifuðu rúmlega tólf þúsund manns undir áskorun til stjórnvalda um að veita fjölskyldunni hæli hér á Íslandi. „Það er algjörlega greinilegt að það er almennur vilji fólks að halda vörð um réttindi barna og barnafjölskyldna. Það er grunnstefið í þeim tugþúsunda undirskrifta sem berast í hvert skipti sem málefni barna og barnafjölskyldna koma fram í fjölmiðlum og sömuleiðis mótmælum og samtakamætti almennings sem við sjáum til dæmis í þessu máli. Það er mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld að fólk upplifi að ekki sé hlúð að réttindum barna. Var það rétt ákvörðun að segja þig úr Vinstri grænum? „Það var rétt ákvörðun.“
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Alþingi Tengdar fréttir „Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06 Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23 Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Fór ekki í pólitík til þess að styðja það að vísa börnum úr landi“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir ólgu vera innan Vinstri grænna vegna máls egypsku fjölskyldunnar sem átti að vísa úr landi í gær. 17. september 2020 19:06
Rósa Björk segir sig úr þingflokki Vinstri grænna Ástæðuna, kornið sem fyllti mælinn, segir hún vera brottvísun stjórnvalda á egypsku fjölskyldunni. 17. september 2020 14:23
Stjórnmálamenn með yfirlýsingar um afskiptaleysi hafi síst hjálpað Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður egypsku fjölskyldunnar sem nú er komin með dvalarleyfi segir að mat á hagsmunum barnanna hafi verið í mýflugumynd. Það sé hans von að málið verði til þess að Útlendingastofnun breyti verklagi sínu. Egypsku krakkarnir hlakka til að komast í skólann eftir að hafa verið í felum á Íslandi. 25. september 2020 14:53