„Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 07:00 Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fylgist með sprengjunni springa í fjarska. Möl sést þeytast upp í loftið við sprenginguna við enda vegarins fyrir miðri mynd. Skjáskot Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar. Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar.
Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Sjá meira
Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36