Haglabyssan biluð og ekki hægt að útiloka voðaskot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2020 18:27 Haglabyssan sem Gunnar Jóhann mætti með heim til Gísla hálfbróður síns. Vopnasérfræðingar hafa sýnt fram á galla í byssunni. Norska lögreglan Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand. Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Galli er á haglabyssunni sem skot hljóp úr og banaði Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi í apríl í fyrra. Þetta staðfestu vopnasérfræðingar hjá norsku rannsóknarlögreglunni, Kripos, í dómsal í dag. Gunnar Jóhann Gunnarsson, hálfbróðir Gísla, sætir ákæru fyrir manndráp. Sjálfur viðurkennir Gunnar að hafa orðið Gísla að bana en segir að skot hafi hlaupið úr byssunni í átökum bræðranna. Hvernig skotið hljóp úr byssunni er lykilatriði í málinu en þar gæti skilið á milli hvort Gunnar Jóhann verði sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði eða manndráp af gáleysi. Saksóknari færir rök fyrir hinu fyrrnefnda. Við aðalmeðferðina í dag kom í ljós að galli var á haglabyssunni. Vopnasérfræðingar segjast ekki geta útilokað að skota hafi hlaupið úr byssunni án þess að togað var í gikkinn að því er fram kemur í umfjöllun staðarmiðilsins iFinnmark. Ekki hægt að útiloka voðaskot Um er að ræða tólf kalíbera haglabyssu. Vopnasérfræðingar hjá norsku lögreglunni komust að því við prófanir á byssunni að hægt var að framkalla skot úr byssunni með því að sleppa byssunni úr aðeins tuttugu sentímetra hæð. Gallinn er á öryggi byssunnar sem á að tryggja að skot hlaupi ekki úr byssunni án þess að togað sé í gikkinn. Frá bænum Mehamn, norðarlega í Noregi.Getty Vopnasérfræðingurinn Øyvind Strand sagði gallann á byssunni augljósan. Slíkur galli ætti ekki að geta uppgötvast fyrr en við fall úr 50-60 sentímetra hæð, með tilheyrandi krafti. Til að framkalla skotið þurfti byssan þó að falla því sem næst lárétt á gólfið. Þegar byssuhlaupið lenti fyrst á gólfinu hljóp aldrei skot úr byssunni við prófanir. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, spurði Strand hvort hægt væri að útiloka að skot hlypi úr byssunni við högg á öðrum stöðum en hlaupinu. Strand sagðist ekki geta útilokað það. Þarf að toga fast í gikkinn Að öðru leyti merkti norska rannsóknarlögreglan engan galla á haglabyssunni. Skotið hefur verið um sextíu sinnum úr byssunni við prófanir. Þá var það sömuleiðis niðurstaða sérfræðinganna að skotinu sem banaði Gísla var hleypt af úr 10-80 sentímetra fjarlægð. Krafurinn sem þurfi til að toga í gikkinn svari til 2,3-2,9 kílóa. „Þú þarft að toga fast í gikkinn til að hleypa af skoti,“ sagði Strand.
Noregur Manndráp í Mehamn Tengdar fréttir Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07 Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30 „Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Gunnar gekk út þegar blóði drifnar myndir voru sýndar Gunnar Jóhann Gunnarsson fékk heimild frá dómara að yfirgefa dómsalinn í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í morgun þegar sýndar voru myndir lögreglu frá blóðugum vettvangi drápsins. 23. september 2020 14:07
Strax ljóst að Gísla yrði ekki bjargað Yfirlögregluþjónn sem var fyrstur á vettvang nóttina sem Gísli Þór Þórarinssyni var ráðinn bani í norska bænum Mehamn í apríl segir að strax hafi verið útséð að Gísla yrði ekki bjargað. 22. september 2020 23:30
„Ég verð skugginn þinn þangað til þú hengir þig“ Gunnar Jóhann Gunnarsson segir að sér hafi ekki dottið í hug að nota neitt annað en haglabyss til að hræða hálfbróður sinn Gísla Þór Þórarinsson. Edel Olsen, réttargæslumaður íslenskra aðstandenda Gísla, spurðist fyrir um þetta í dómsal í dag. 22. september 2020 15:47