Aðgerðir til stuðnings sveitarfélaga kynntar á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2020 19:21 Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Sveitarstjórnarráðherra segir að aðgerðir til að létta undir með sveitarfélögunum vegna kórónufaraldursins verði kynntar á næstu dögum. Aðgerðirnar muni styðja við lögbundin verkefni þeirra en þau þurfi einnig að geta sinnt öðrum verkefnum. Staða margra sveitarfélaga hefur versnað mikið í kórónufaraldrinum eins og á Akureyri þar sem stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu bæjarins á þessu ári. Framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga munu til að mynda lækka um hundruð milljón til bæjarins en framlög í sjóðinn eru hluti af lækkandi útsvarstekjum sveitarfélaganna og ásamt hlutfallslegu mótframlagi frá ríkinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra reiknar með að kynna aðgerðir til aðstoðar sveitarfélögunum innan fárra daga.Stöð 2/Sigurjón Sigurður Ingi Jóhannsson sveitarstjórnarráðherra segir stöðu sveitarfélaganna þó mismunandi og sum þeirra hafi til dæmis ekki fullnýtt útsvarsprósentu sína. Nú sé heilstæðri skoðun á þeim lokið. „Sum eru þannig stödd að þau hafa litlar bjargir. Aðrir geta eins og ríkissjóður komist í gegnum þetta tímabundna ástand. En við þekkjum að það eru sérstaklega ákveðnir málaflokkar viðkvæmra hópa. Sem við munum verða tilbúin að bakka sveitarfélögin upp til að þau geti staðið undir grunnþjónustu,“ segir Sigurður Ingi. En bæjarstjórn Akureyrar segir stöðuna til að mynda það þrönga að bærinn geti nánast ekki sinnt neinu öðru en lögbundnum verkefnum. Ein aðgerðanna yrði að bæta í jöfnunarsjóðinn að sögn ráðherra til að sveitarfélögin geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlaða. Það getur ekki verið góð staða fyrir sveitarfélög að geta ekki sinnt neinu nema lögbundnum verkefnum. Þarf ekki að styðja þau til að þau geti sinnt einhverju öðru en bara þeim? „Jú, við erum öll held ég sammála um að við erum í erfiðri stöðu. Allir þeir fjármunir sem ríkisvaldið hefur yfir að ráða tökum við að láni.“ Þannig að skilaboðin eru kannski að hluta til þau að sveitarfélög sem geti tekið lán, eru það vel stödd, auki lántöku sína? „Já alveg klárlega. Einmitt í því skyni að reyna að halda uppi þjónustu og lágmarksframkvæmdum og helst geta bætt í ef þau tækifæri eru uppi. Því þannig ætlum við hjá ríkinu að fara í gegnum þetta og það er auðvitað mikilvægt að sveitarfélögin geti það líka,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sveitarstjórnarmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39 Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Mikið tekjufall hjá Akureyrarbæ á þessu ári Það stefnir í allt að 3,5 milljarða halla á samstæðu Akureyrarbæjar og allt að 2,5 milljarða á A-hluta bæjarsjóðs á þessu ári. Bærinn getur illa sinnt öðrum en lögbundnum verkefnum. 23. september 2020 12:39
Skoska leiðin tekur flugið Í vikunni var Loftbrúin kynnt á sama tíma og hún tók gildi en fram til þessa hefur hún gjarnan verið kennd við skosku leiðina Loftbrúin veitir afsláttarkjör á flugi til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni. 11. september 2020 11:30