Send heim frá Íslandi döpur í bragði | Segir FH ekki hafa viljað greiða bætur Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2020 08:01 Zandra Jarvin hefur spilað með yngri landsliðum Svíþjóðar. FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
FH-ingar kváðust afar spenntir yfir komu hinnar tvítugu Zöndru Jarvin í sumar en hafa nú rift samningi við handboltakonuna og sent hana heim til Svíþjóðar. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH síðasta föstudag sagði að deildin hefði „komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli.“ Jarvin segir þessa ákvörðun hafa verið algjörlega einhliða ákvörðun FH, og að félagið virðist ekki hafa viljað greiða uppeldisbætur til hennar fyrra félags sem að hennar sögn námu 8.000 evrum, eða 1,3 milljón króna. Þessu greindi Jarvin frá í viðtali í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar, og kvaðst afar leið yfir þeirri niðurstöðu að fá ekkert að spila með FH. Hún hafi samið til tveggja ára við félagið. FH tilkynnti um komu Zöndru Jarvin í júlí. „Þetta var ekki sameiginleg ákvörðun [að rifta samningnum]. Ég fékk ekkert val. Þeir sögðu mér bara að svona væri þetta og að ég yrði bara að sætta mig við þetta,“ sagði Jarvin í þættinum, og staðhæfði að uppeldisbæturnar hefðu ráðið því hvernig fór. FH-ingar virðist hreinlega ekki hafa unnið heimavinnuna og ekki gert sér grein fyrir því hvaða upphæð þeir þyrftu að greiða. „Verulega ófagmannlegt hjá FH“ „Þetta er aðalástæðan. En í samningnum mínum stóð að ef að kórónuveiran væri í gangi á Íslandi þá gæti félagið sent mig heim á forsendum tengdum henni. Ég held að það verði ástæðan sem þeir muni gefa upp fyrir því að rifta samningum. En þeir sögðu mömmu minni og mér að aðalástæðan væri þessar uppeldisbætur. Ég hefði haldið að þeir væru búnir að skoða þetta áður en ég kom og skrifaði undir samninginn. Þeir sögðu mér að þeir hefðu ekki vitað að upphæðin yrði svona há,“ sagði Jarvin sem hefur verið á Íslandi frá því 14. ágúst og hlakkaði til að spila með nýliðunum í Olís-deildinni, undir stjórn Jakobs Lárussonar. „Mér finnst þetta verulega ófagmannlegt hjá FH. Mér finnst líka leitt að þurfa að fara því ég var búin að kynnast stelpunum og Kobba þjálfara og líkaði vel við þau. Ég vil vera hérna áfram en það er ekkert við þessu að gera.“ Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, vildi ekki tjá sig um fullyrðingar Jarvin eða málið að nokkru leyti þegar Vísir náði tali af honum í gær.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29 FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30 Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Lá fyrir í rúma viku eftir komuna til landsins en á að vera klár fyrir grannaslaginn Sænski leikstjórnandinn, Zandra Jarvin, sem FH fékk fyrir tímabilið lagðist í flensu skömmu eftir komuna til Íslands. 16. september 2020 14:29
FH riftir samning sænska leikstjórnandans Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi sínum við Zöndru Jarvin og mun hún því ekki spila með liðinu í Olís-deild kvenna í vetur. 18. september 2020 21:30
Sænskur leikstjórnandi til FH FH hefur gert samning við sænsku handknattleikskonuna Zandra Jarvin um að spila með liðinu næstu tvö árin. 22. júlí 2020 13:15