Hafi aldrei tjáð ótta við kynfæralimlestingar í Egyptalandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2020 19:32 Khedr-fjölskyldan. Til stóð að vísa henni úr landi á miðvikudag en hún er enn í felum. Vísir/Baldur Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun. Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Útlendingastofnun segir að á engu stigi máls egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi í síðustu viku, hafi því verið borið við að fjölskyldumeðlimir óttuðust limlestingar á kynfærum, yrði þeim gert að snúa aftur til heimalands síns. Sú málsástæða hafi því ekki verið tekin sérstaklega til umfjöllunar í niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli fjölskyldunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Útlendingastofnun. Fram kom í frétt Mbl í gær að ekki hefði verið kannað hvort móðir og dóttir í Khedr-fjölskyldunni væru í sérstaklega viðkvæmri stöðu með hliðsjón af því að „yfir 90 prósent kvenna í Egyptalandi hafa orðið fyrir kynfæralimlestingu“. Magnús Davíð Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar gagnrýndi Útlendingastofnun í samtali við Mbl fyrir að hafa ekki kannað þetta. Ítarlega hafi verið fjallað um það hversu algengar kynfæralimlestingar eru í Egyptalandi í máli annarrar egypskrar fjölskyldu sem tekin var ákvörðun um í fyrra. Sú fjölskylda hafi fengið hæli hér á landi. Útlendingastofnun kveðst hins vegar ekki hafa tekið þessa málsástæðu sérstaklega fyrir í máli fjölskyldunnar, þar sem fjölskyldumeðlimir hafi aldrei borið því við að þeir óttuðust limlestingar á kynfærum, líkt og áður segir. Þá bendir Útlendingastofnun á að í máli fjölskyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um alþjóðlega vernd á grundvelli ofsókna á hendur fjölskylduföðurnum. Tekin hafi verið viðtöl við foreldrana og eldri börnin tvö, auk þess sem talsmaður hafi lagt fram greinargerð í málinu. Tilkynningu Útlendingastofnunar má nálgast í heild hér. Lögregla lýsti formlega eftir fjölskyldunni í gærkvöldi en hún hefur verið í felum síðan á miðvikudag í síðustu viku. Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar hafa borist lögreglu og nokkrum hefur verið fylgt eftir. Fæstar þeirra standast þó skoðun.
Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05 Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59 Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Tugir ábendinga um dvalarstað fjölskyldunnar: Flestar standast ekki skoðun Lögreglu hefur borist tugir ábendinga um dvalarstað egypsku fjölskyldunnar sem stendur til að vísa úr landi og hefur nokkrum verið fylgt eftir. Talið er öruggt að einhver sé að aðstoða fólkið. 22. september 2020 18:05
Samfélagsmiðlar loga: „Þau eru hjá mér“ Stuðningsyfirlýsingum rignir yfir egypsku Khedr-fjölskylduna. 22. september 2020 10:59
Lýsa formlega eftir Khedr-fjölskyldunni Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér tilkynningu þar sem formlega er lýst eftir Khedr-fjölskyldunni. 21. september 2020 19:32