Segir sér bolað úr fermingarfræðslu sem hann þó byggði upp hjá Siðmennt Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2020 07:00 Jóhann er afar ósáttur við að hafa verið fyrirvaralaust sagt upp störfum sem kennslustjóri fermingarfræðslu Siðmenntar, starf sem hann hefur byggt upp í aldarfjórðung. Inga Auðbjörg formaður segir gremju Jóhanns skiljanlega, hann sé frumkvöðull og kennari góður en ekki endilega rétti maðurinn til að stýra og skipuleggja svo umfangsmikla starfsemi. „Það botnar enginn í þessu þar sem að allt hefur verið í stakasta lagi gagnvart börnunum sem sótt hafa námskeiðin og foreldrum þeirra og það skiptir nú öllu hefði maður haldið,“ segir Jóhann Björnsson kennari í samtali við Vísi. Jóhann skilur ekki hvernig það má vera að sér hafi verið bolað út úr fermingarstarfi Siðmenntar hvar hann hefur starfað undanfarin 24 ár og haft veg og vanda af starfinu. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland er formaður Siðmenntar og hún segir leitt að Jóhann skuli taka þessum skipulagsbreytingum illa, sem formaðurinn telur nauðsynlegar til að takast á við nýja stöðu. Þó Jóhann hafi unnið mikið brautryðjendastarf sé ekki endilega víst að hann sé rétti maðurinn til að stýra næsta skrefi. Ýmsir lýsa yfir furðu sinni og stuðningi við Jóhann Nýverið ritaði Jóhann pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni en þar greinir hann frá því að honum hafi óvænt verið sagt upp störfum hjá Siðmennt en hann hefur undanfarin 24 ár haft veg og vanda að fræðslu fyrir börn sem hafa fermst hjá Siðmennt. Hann var boðaður á fund Ingu Auðbjargar K. Straumland formanns og Siggeirs F. Ævarssonar framkvæmdastjóra í sumar og sagt að hans starfskrafta væri ekki lengur óskað. Jóhann hefur verið potturinn og pannan í starfinu. Ef farið er inn á vef Siðmenntar, þar sem fjallað er um hina borgaralegu fermingu, má einmitt sjá mynd af honum meðal ungmenna í fermingarfræðslunni.skjáskot Jóhann hefur starfað við fermingarfræðslu Siðmenntar síðan 1997; sem kennari, kennslustjóri, höfundur námefnis og námskeiðs og séð um þjálfun leiðbeinenda og kennara. „Fermingarnámskeið síðasta vors og tvær fallegar fermingarathafnir 17. júní síðastliðinn var það síðasta í fermingarstarfi Siðmenntar sem ég tek þátt í. Ég hef sem kennari og lengst af sem kennslustjóri fermingarfræðslunnar ekki misst ár úr frá árinu 1997,“ segir Jóhann. Hann hefur starfað við fermingarfræðslu Siðmenntar í 24 ár. Í fyrstu voru fermingarbörnin 50 talsins en voru 560 í ár. Þannig að ljóst er að fjöldi barna hefur margfaldast. Eftir að Jóhann greindi frá þessu hafa fjölmargir lýst yfir furðu sinni á því að honum hafi verið sagt upp störfum. Telur ástæðurnar fyrir uppsögn ekki standast Vísir spurði Jóhann hvaða ástæður hafi verið gefnar fyrir uppsögninni og hann segir þær nokkrar en að hans mati er ekki vit í neinni þeirra. „Vinnuskýrslurnar mínar voru ekki nógu vel unnar en samt fékk ég aldrei athugasemd við skil. Í öðru lagi var sagt að það væri erfitt að ná í mig,“ segir Jóhann en bendir á að engin „missed calls“ séu skráð á síma sinn og enginn ólesinn tölvupóstur. Jóhann meðal ungmenna í fermingarfræðslunni.Siðmennt „Stjórnin segist ekki vita hvað sé verið að gera á námskeiðunum en samt kom aldrei neinn úr núverandi stjórn til að fylgjast með tímum eða á kynningarfundi sem ég hélt fyrir foreldra í lok námskeiða eins og sumir stjórnarmenn síðustu ára áttu til með að gera.“ Í fjórða lagi var átti Jóhann að heita erfiður í samskiptum. Jóhann segist það varla fá staðist því ekkert hafi reynt á samskipti hans og stjórnar en frá september til jóla á síðasta ári var hann í Hollandi. „Svo þegar námskeiðin fóru af stað einbeitti ég mér að því að sinna þeim og þau fram í kennslustofum úti í bæ fjarri skrifstofum félagsins. Helstu samskipti mín voru við samkennara sem sumir hverjir eru furðu lostnir yfir þessu. Og ef ég væri svona andsk... erfiður hefði ég líklega ekki fengið að starfa í Réttarholtsskóla í 20 eins og ég hef gert sem aðalstarf. Það er allur glæpurinn.“ Meint vinavæðing stjórnar Menn hafa sett fram þá kenningu í athugasemdum að þarna sé verið að rýmka fyrir öðrum sem eru þóknanlegri stjórninni? Hvað segirðu um það? „Nýlega var kennsluráð skipað þeim Stefanía Pálsdóttur, Unni Hjaltadóttur og Sigurði Hólm Gunnarssyni. Þau eiga að taka við mínu hlutverki. Eflaust eru einhver þeirra stjórninni þóknanlegri. Ég hef samt síðastliðin tvö ár átt gott samstarf við Unni. En það vekur athygli að ekkert þeirra hefur mikla reynslu af kennslu unglinga, Unnur þó mest en hún hefur kennt með mér í tvö ár. Og ekkert er með kennsluréttindi mér vitanlega.“ Jóhann segir engar þær ástæður sem tíundaðar voru á fundinum í sumar, þegar honum var sagt upp störfum, standast. Nú eru skráningar fyrir borgaralegar fermingar 2021 í fullum gangi. Að sögn Jóhanns hefur mikið starf verið unnið við að þróa kennsluhætti og námsefni sem byggja fyrst og fremst á hugmyndinni um að vinna með virka, skapandi og gagnrýna hugsun. „Stjórn Siðmenntar hefur ekki óskað eftir að nýta neitt af því sem ég hef tekið saman og samið fyrir fermingarfræðsluna eins og námsgögn, kennsluaðferðir og kennsluáætlanir. Fermingarnámskeið vormisseris 2021 verða því ekki þau sömu og undanfarin ár. Rétt er að þetta komi fram þar sem fermingarfræðsla Siðmenntar er vel þekkt og eflaust hefur fjöldi foreldra sem átt hafa börn í fermingarstarfinu gert ráð fyrir að sama námskeið yrði áfram í boði. Svo er því miður ekki.“ Jóhann ekki endilega rétti maðurinn að mati formanns Inga Auðbjörg formaður Siðmenntar ber ekki brigður á orð Jóhanns í því sem snúa að miklu brautryðjendastarfi hans. „Hann er búinn að fóstra þetta, ég skil gremjuna. Við erum honum þakklát fyrir það sem hann hefur lagt að mörkum. Þetta hefur verið þvílíkt frumkvöðlaverkefni og auðvitað fleiri sem hafa tekið þátt í að byggja þetta upp. Þetta hefur stækkað mikið,“ segir Inga. En sá er einmitt vandinn, ef svo má segja. Inga Auðbjörg formaður segir það svo að Jóhann sé kennari góður, mikill frumkvöðull en þeir hæfileikar nýtist ekki endilega við að stýra því umfangsmikla starfi sem fermingarfræðslan er orðin.visir/sigurjón Inga Auðbjörg segir með þetta eins og svo margt annað að þar með breytist verkefni. „Þá fer hans hlutverk minna að snúast um kennslu og frumkvöðlastarf og fer meira að snúast um verkefnalega umsýslu og skipulag. Og þar liggja ekkert endilega hans styrkleikar. Hann er ekkert endilega maðurinn til að taka það upp á næsta fasa.“ Hlægilegar ávirðingar um vinagreiða Formaðurinn lýsir því svo að skipað hafi verið þriggja manna teymi, ráð sem mun hafa hugmyndafræðilega yfirumsjón með starfinu og svo er verkefnastjóri sem hefur aðstöðu á skrifstofu Siðmenntar og er þannig í betri aðstöðu til að svara spurningum og stýra starfinu. „Við lítum svo á að það sé gott að hafa þrjá mismunandi einstaklinga sem skipa ráðið. Þar býr yfirgripsmikil þekking og reynsla. Þetta eru víðtækar skipulagsbreytingar. Þegar Jóhann tók við þessu var hann nánast eini starfsmaðurinn. Nú er öldin önnur. Nú er þetta miklu stærra batterí. Við erum með 14 prósent af fermingarárganginum. Þetta er umfangsmikil starfsemi.“ Og víst er að borgaraleg ferming er nokkuð sem æ fleiri líta til sem kosts. Við leit í fréttasafni Vísis kemur í ljós að fjöldinn ungmenna sem hafa farið þá leið hefur vaxið ár frá ári. Spurð um þær kenningar að stjórnin sé að ýta Jóhanni út til að koma að einstaklingum sem eru henni þóknanlegri; að þarna sé um að ræða einhvers konar sporslur, þá telur Inga þær fráleitar. „Mér finnst þær spekúlasjónir eiginlega hlægilegar. Þetta er ársgamalt með verkefnisstjórann og svo þetta þriggja manna ráð, þetta er allt fólk sem hefur starfað fyrir félagið, sumt fólk sem Jóhann réði í leiðbeinandahópinn. Ég var bara að hitta þau í fyrsta skipti á 1. fundi, þetta eru engir vinagreiðar.“ Formaðurinn segir vissulega þekkja Sigurð Hólm en það hafi verið metið svo að eftirsóknarvert væri að fá hann í hópinn meðal annars vegna hins húmaníska grunns sem hann stendur á. Vaxtaverkir fylgja stóraukinni starfsemi „Það eru breytingar í loftinu. Við erum að reyna að gera þetta þannig að þetta þjóni því mikla hlutverki sem þetta er; 600 krökkum sem sækja námsskeiðin og jafnvel meira eftir því sem á líður. Við erum að bæta verklag og fagmennsku. Það hefur setið á hakanum meðan við vorum fáliðuð og fátæk og við erum það ekki lengur.“ Ungmennum sem skrá sig í borgaralega fermingu Siðmenntar hefur fjölgað mikið.Mynd/Siðmennt Inga segir það auðvitað óþægilegt þegar menn stígi fram með þeim hætti sem Jóhann hefur nú gert, að þeir telji ómaklega að sér vegið. En, stundum tekst ekki að ljúka hlutum í sátt og þá er það bara þannig. „Jóhanni bauðst að vera áfram almennur leiðbeindi þó hann væri að okkar mati ekki rétti maðurinn í þessa kennslustjórastöðu. Hann hefur getið sér gott orð sem kennari og við höfum ekkert út á það að setja. Ég veit ekki betur en að hann sé enn athafnastjóri fyrir félagið. Mér þykir leitt að honum líði eins og honum hafi verið bolað út en við erum í raun bara ekki að endurnýja hans verktakasamning sem snýr að kennslustjórastöðunni. Það er mikið um að vera, mikill vöxtur og vaxtaverkir sem því fylgja. Sem var viðbúið. Við erum að stækka svo mikið og erum að springa út í blómatíma. Starfið er alltaf að aukast, fólki fjölgar sem vill vera með og vera virkt.“ Veltan í tengslum við fermingarstarfið eitt og sér er orðin talsverð, slagar hátt í 30 milljónir ef gróflega er á slegið. Heildarkostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 krónur og skiptist þannig að námskeiðið kostar 30 þúsund krónur en athöfnin 14 þúsund. Fermingar Félagasamtök Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
„Það botnar enginn í þessu þar sem að allt hefur verið í stakasta lagi gagnvart börnunum sem sótt hafa námskeiðin og foreldrum þeirra og það skiptir nú öllu hefði maður haldið,“ segir Jóhann Björnsson kennari í samtali við Vísi. Jóhann skilur ekki hvernig það má vera að sér hafi verið bolað út úr fermingarstarfi Siðmenntar hvar hann hefur starfað undanfarin 24 ár og haft veg og vanda af starfinu. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland er formaður Siðmenntar og hún segir leitt að Jóhann skuli taka þessum skipulagsbreytingum illa, sem formaðurinn telur nauðsynlegar til að takast á við nýja stöðu. Þó Jóhann hafi unnið mikið brautryðjendastarf sé ekki endilega víst að hann sé rétti maðurinn til að stýra næsta skrefi. Ýmsir lýsa yfir furðu sinni og stuðningi við Jóhann Nýverið ritaði Jóhann pistil sem hann birti á Facebook-síðu sinni en þar greinir hann frá því að honum hafi óvænt verið sagt upp störfum hjá Siðmennt en hann hefur undanfarin 24 ár haft veg og vanda að fræðslu fyrir börn sem hafa fermst hjá Siðmennt. Hann var boðaður á fund Ingu Auðbjargar K. Straumland formanns og Siggeirs F. Ævarssonar framkvæmdastjóra í sumar og sagt að hans starfskrafta væri ekki lengur óskað. Jóhann hefur verið potturinn og pannan í starfinu. Ef farið er inn á vef Siðmenntar, þar sem fjallað er um hina borgaralegu fermingu, má einmitt sjá mynd af honum meðal ungmenna í fermingarfræðslunni.skjáskot Jóhann hefur starfað við fermingarfræðslu Siðmenntar síðan 1997; sem kennari, kennslustjóri, höfundur námefnis og námskeiðs og séð um þjálfun leiðbeinenda og kennara. „Fermingarnámskeið síðasta vors og tvær fallegar fermingarathafnir 17. júní síðastliðinn var það síðasta í fermingarstarfi Siðmenntar sem ég tek þátt í. Ég hef sem kennari og lengst af sem kennslustjóri fermingarfræðslunnar ekki misst ár úr frá árinu 1997,“ segir Jóhann. Hann hefur starfað við fermingarfræðslu Siðmenntar í 24 ár. Í fyrstu voru fermingarbörnin 50 talsins en voru 560 í ár. Þannig að ljóst er að fjöldi barna hefur margfaldast. Eftir að Jóhann greindi frá þessu hafa fjölmargir lýst yfir furðu sinni á því að honum hafi verið sagt upp störfum. Telur ástæðurnar fyrir uppsögn ekki standast Vísir spurði Jóhann hvaða ástæður hafi verið gefnar fyrir uppsögninni og hann segir þær nokkrar en að hans mati er ekki vit í neinni þeirra. „Vinnuskýrslurnar mínar voru ekki nógu vel unnar en samt fékk ég aldrei athugasemd við skil. Í öðru lagi var sagt að það væri erfitt að ná í mig,“ segir Jóhann en bendir á að engin „missed calls“ séu skráð á síma sinn og enginn ólesinn tölvupóstur. Jóhann meðal ungmenna í fermingarfræðslunni.Siðmennt „Stjórnin segist ekki vita hvað sé verið að gera á námskeiðunum en samt kom aldrei neinn úr núverandi stjórn til að fylgjast með tímum eða á kynningarfundi sem ég hélt fyrir foreldra í lok námskeiða eins og sumir stjórnarmenn síðustu ára áttu til með að gera.“ Í fjórða lagi var átti Jóhann að heita erfiður í samskiptum. Jóhann segist það varla fá staðist því ekkert hafi reynt á samskipti hans og stjórnar en frá september til jóla á síðasta ári var hann í Hollandi. „Svo þegar námskeiðin fóru af stað einbeitti ég mér að því að sinna þeim og þau fram í kennslustofum úti í bæ fjarri skrifstofum félagsins. Helstu samskipti mín voru við samkennara sem sumir hverjir eru furðu lostnir yfir þessu. Og ef ég væri svona andsk... erfiður hefði ég líklega ekki fengið að starfa í Réttarholtsskóla í 20 eins og ég hef gert sem aðalstarf. Það er allur glæpurinn.“ Meint vinavæðing stjórnar Menn hafa sett fram þá kenningu í athugasemdum að þarna sé verið að rýmka fyrir öðrum sem eru þóknanlegri stjórninni? Hvað segirðu um það? „Nýlega var kennsluráð skipað þeim Stefanía Pálsdóttur, Unni Hjaltadóttur og Sigurði Hólm Gunnarssyni. Þau eiga að taka við mínu hlutverki. Eflaust eru einhver þeirra stjórninni þóknanlegri. Ég hef samt síðastliðin tvö ár átt gott samstarf við Unni. En það vekur athygli að ekkert þeirra hefur mikla reynslu af kennslu unglinga, Unnur þó mest en hún hefur kennt með mér í tvö ár. Og ekkert er með kennsluréttindi mér vitanlega.“ Jóhann segir engar þær ástæður sem tíundaðar voru á fundinum í sumar, þegar honum var sagt upp störfum, standast. Nú eru skráningar fyrir borgaralegar fermingar 2021 í fullum gangi. Að sögn Jóhanns hefur mikið starf verið unnið við að þróa kennsluhætti og námsefni sem byggja fyrst og fremst á hugmyndinni um að vinna með virka, skapandi og gagnrýna hugsun. „Stjórn Siðmenntar hefur ekki óskað eftir að nýta neitt af því sem ég hef tekið saman og samið fyrir fermingarfræðsluna eins og námsgögn, kennsluaðferðir og kennsluáætlanir. Fermingarnámskeið vormisseris 2021 verða því ekki þau sömu og undanfarin ár. Rétt er að þetta komi fram þar sem fermingarfræðsla Siðmenntar er vel þekkt og eflaust hefur fjöldi foreldra sem átt hafa börn í fermingarstarfinu gert ráð fyrir að sama námskeið yrði áfram í boði. Svo er því miður ekki.“ Jóhann ekki endilega rétti maðurinn að mati formanns Inga Auðbjörg formaður Siðmenntar ber ekki brigður á orð Jóhanns í því sem snúa að miklu brautryðjendastarfi hans. „Hann er búinn að fóstra þetta, ég skil gremjuna. Við erum honum þakklát fyrir það sem hann hefur lagt að mörkum. Þetta hefur verið þvílíkt frumkvöðlaverkefni og auðvitað fleiri sem hafa tekið þátt í að byggja þetta upp. Þetta hefur stækkað mikið,“ segir Inga. En sá er einmitt vandinn, ef svo má segja. Inga Auðbjörg formaður segir það svo að Jóhann sé kennari góður, mikill frumkvöðull en þeir hæfileikar nýtist ekki endilega við að stýra því umfangsmikla starfi sem fermingarfræðslan er orðin.visir/sigurjón Inga Auðbjörg segir með þetta eins og svo margt annað að þar með breytist verkefni. „Þá fer hans hlutverk minna að snúast um kennslu og frumkvöðlastarf og fer meira að snúast um verkefnalega umsýslu og skipulag. Og þar liggja ekkert endilega hans styrkleikar. Hann er ekkert endilega maðurinn til að taka það upp á næsta fasa.“ Hlægilegar ávirðingar um vinagreiða Formaðurinn lýsir því svo að skipað hafi verið þriggja manna teymi, ráð sem mun hafa hugmyndafræðilega yfirumsjón með starfinu og svo er verkefnastjóri sem hefur aðstöðu á skrifstofu Siðmenntar og er þannig í betri aðstöðu til að svara spurningum og stýra starfinu. „Við lítum svo á að það sé gott að hafa þrjá mismunandi einstaklinga sem skipa ráðið. Þar býr yfirgripsmikil þekking og reynsla. Þetta eru víðtækar skipulagsbreytingar. Þegar Jóhann tók við þessu var hann nánast eini starfsmaðurinn. Nú er öldin önnur. Nú er þetta miklu stærra batterí. Við erum með 14 prósent af fermingarárganginum. Þetta er umfangsmikil starfsemi.“ Og víst er að borgaraleg ferming er nokkuð sem æ fleiri líta til sem kosts. Við leit í fréttasafni Vísis kemur í ljós að fjöldinn ungmenna sem hafa farið þá leið hefur vaxið ár frá ári. Spurð um þær kenningar að stjórnin sé að ýta Jóhanni út til að koma að einstaklingum sem eru henni þóknanlegri; að þarna sé um að ræða einhvers konar sporslur, þá telur Inga þær fráleitar. „Mér finnst þær spekúlasjónir eiginlega hlægilegar. Þetta er ársgamalt með verkefnisstjórann og svo þetta þriggja manna ráð, þetta er allt fólk sem hefur starfað fyrir félagið, sumt fólk sem Jóhann réði í leiðbeinandahópinn. Ég var bara að hitta þau í fyrsta skipti á 1. fundi, þetta eru engir vinagreiðar.“ Formaðurinn segir vissulega þekkja Sigurð Hólm en það hafi verið metið svo að eftirsóknarvert væri að fá hann í hópinn meðal annars vegna hins húmaníska grunns sem hann stendur á. Vaxtaverkir fylgja stóraukinni starfsemi „Það eru breytingar í loftinu. Við erum að reyna að gera þetta þannig að þetta þjóni því mikla hlutverki sem þetta er; 600 krökkum sem sækja námsskeiðin og jafnvel meira eftir því sem á líður. Við erum að bæta verklag og fagmennsku. Það hefur setið á hakanum meðan við vorum fáliðuð og fátæk og við erum það ekki lengur.“ Ungmennum sem skrá sig í borgaralega fermingu Siðmenntar hefur fjölgað mikið.Mynd/Siðmennt Inga segir það auðvitað óþægilegt þegar menn stígi fram með þeim hætti sem Jóhann hefur nú gert, að þeir telji ómaklega að sér vegið. En, stundum tekst ekki að ljúka hlutum í sátt og þá er það bara þannig. „Jóhanni bauðst að vera áfram almennur leiðbeindi þó hann væri að okkar mati ekki rétti maðurinn í þessa kennslustjórastöðu. Hann hefur getið sér gott orð sem kennari og við höfum ekkert út á það að setja. Ég veit ekki betur en að hann sé enn athafnastjóri fyrir félagið. Mér þykir leitt að honum líði eins og honum hafi verið bolað út en við erum í raun bara ekki að endurnýja hans verktakasamning sem snýr að kennslustjórastöðunni. Það er mikið um að vera, mikill vöxtur og vaxtaverkir sem því fylgja. Sem var viðbúið. Við erum að stækka svo mikið og erum að springa út í blómatíma. Starfið er alltaf að aukast, fólki fjölgar sem vill vera með og vera virkt.“ Veltan í tengslum við fermingarstarfið eitt og sér er orðin talsverð, slagar hátt í 30 milljónir ef gróflega er á slegið. Heildarkostnaður við þátttöku í fermingarfræðslu og athöfn er 44.000 krónur og skiptist þannig að námskeiðið kostar 30 þúsund krónur en athöfnin 14 þúsund.
Fermingar Félagasamtök Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent