Allir geta aðstoðað við að breiða út birkiskógana á ný Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2020 10:46 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tíndi fyrstu fræin. Mynd/Pétur Halldórsson Landssátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að fara út og safna birkifræjum svo hægt sé að breiða út birkiskóga landsins á ný. Finna má fræin á velflestum birkitrjám út haustið. Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar sýndi landsmönnum hvernig á að bera sig að við fræsöfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo sér fólk auðveldlega á fræjunum hvort þau eru orðin þroskuð, þessi molna til dæmis auðveldlega í sundur, losna í sundur, þá eru þau vel þroskuð, ef þau eru aðeins græn líka þá er það allt í lagi. Ef þau eru ekki alveg stíf,“segir Pétur en nánar má kynnast átakinu í myndbandin hér að neðan. Tiltölulega auðvelt er að safna fræjunum eins og fréttamaður komst að en hægt er að nálgast sérstaka söfnunarkassa í verslunum Bónus. „Svo setur fólk þetta bara í svona pappabox eða bréfpoka, taupoka eða grisju. Eitthvað sem að loftar um,“ segir Pétur. Tekið er á móti fræjunum í sérstökum tunnum í Bónus-verlsunum eða á starfstöðvum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Fræinu verður svo dreift á valda staði víða um land. Birkið þykir hentar vel til að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. Dæmi um brikifræ.Vísir/Tryggvi „Það er mjög duglegt að sá sér út ef það hefur aðstæður til þess en þiggur með þökkum hjálpina frá okkur mannfólkinu sem getur þá farið með fræið og dreift á þeim stöðum þar sem okkur finnst þurfa,“ segir Pétur. Fræsafnarar eru einnig hvattir til að dreifa fræjunum upp á eigin spýtur. „Ef að það veit um svæði sem eru beitarfriðuð og má dreifa birkinu á, þá að fólk geri þetta allt saman, taki birkifræið og dreifi því sjálft.“ Nánari upplýsingar um landsátakið má nálgast hér að neðan. Forseti Íslands Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Breiðum birkið út! Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. 15. september 2020 16:00 Molta úr lífrænum úrgangi framtíðaráburður Molta úr lífrænum úrgangi hefur verið notuð til uppgræðslu í sumar í Krýsuvík og á Norðurlandi. 25. ágúst 2020 19:53 Hin fullkomna hringrás geti náðst með líforkuveri Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstöku líforkuveri á Norðurlandi sem geti tekið á móti öllum lífrænum úrgangi á svæðinu og framleitt úr honum vörur. 7. júní 2020 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landssátak í söfnun og dreifingu birkifræs er formlega hafið. Markmiðið er meðal annars að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til þess að fara út og safna birkifræjum svo hægt sé að breiða út birkiskóga landsins á ný. Finna má fræin á velflestum birkitrjám út haustið. Pétur Halldórsson, kynningarstjóri Skógræktarinnar sýndi landsmönnum hvernig á að bera sig að við fræsöfnunina í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo sér fólk auðveldlega á fræjunum hvort þau eru orðin þroskuð, þessi molna til dæmis auðveldlega í sundur, losna í sundur, þá eru þau vel þroskuð, ef þau eru aðeins græn líka þá er það allt í lagi. Ef þau eru ekki alveg stíf,“segir Pétur en nánar má kynnast átakinu í myndbandin hér að neðan. Tiltölulega auðvelt er að safna fræjunum eins og fréttamaður komst að en hægt er að nálgast sérstaka söfnunarkassa í verslunum Bónus. „Svo setur fólk þetta bara í svona pappabox eða bréfpoka, taupoka eða grisju. Eitthvað sem að loftar um,“ segir Pétur. Tekið er á móti fræjunum í sérstökum tunnum í Bónus-verlsunum eða á starfstöðvum Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. Fræinu verður svo dreift á valda staði víða um land. Birkið þykir hentar vel til að binda jarðveg á rýru landi, og stöðva kolefnislosun. Dæmi um brikifræ.Vísir/Tryggvi „Það er mjög duglegt að sá sér út ef það hefur aðstæður til þess en þiggur með þökkum hjálpina frá okkur mannfólkinu sem getur þá farið með fræið og dreift á þeim stöðum þar sem okkur finnst þurfa,“ segir Pétur. Fræsafnarar eru einnig hvattir til að dreifa fræjunum upp á eigin spýtur. „Ef að það veit um svæði sem eru beitarfriðuð og má dreifa birkinu á, þá að fólk geri þetta allt saman, taki birkifræið og dreifi því sjálft.“ Nánari upplýsingar um landsátakið má nálgast hér að neðan.
Forseti Íslands Umhverfismál Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Breiðum birkið út! Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. 15. september 2020 16:00 Molta úr lífrænum úrgangi framtíðaráburður Molta úr lífrænum úrgangi hefur verið notuð til uppgræðslu í sumar í Krýsuvík og á Norðurlandi. 25. ágúst 2020 19:53 Hin fullkomna hringrás geti náðst með líforkuveri Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstöku líforkuveri á Norðurlandi sem geti tekið á móti öllum lífrænum úrgangi á svæðinu og framleitt úr honum vörur. 7. júní 2020 07:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Breiðum birkið út! Í dag er dagur íslenskrar náttúru. Á þeim degi er upplagt að efna til sameiginlegs verkefnis með þjóðinni um útbreiðslu á einni öflugustu frumherjaplöntu sem þrífst á landinu. 15. september 2020 16:00
Molta úr lífrænum úrgangi framtíðaráburður Molta úr lífrænum úrgangi hefur verið notuð til uppgræðslu í sumar í Krýsuvík og á Norðurlandi. 25. ágúst 2020 19:53
Hin fullkomna hringrás geti náðst með líforkuveri Hugmyndir eru uppi um að koma á fót sérstöku líforkuveri á Norðurlandi sem geti tekið á móti öllum lífrænum úrgangi á svæðinu og framleitt úr honum vörur. 7. júní 2020 07:00