Mourinho vildi ekki tjá sig neitt um komu Bale sem flýgur til London í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 10:30 Zinedine Zidane vill ekki nota Gareth Bale hjá Real Madrid. Getty/Diego Souto Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira