Sjö sem voru á vínveitingahúsi með nýtt afbrigði veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 17. september 2020 14:07 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hefur leitt í ljós að sjö sem greindust með veiruna á þriðjudag voru með nýtt afbrigði kórónuveirunnar. Hingað til hefur verið sagt frá þremur afbrigðum veirunnar en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa fengið fregnir af þessu fjórða afbrigði seint í gærkvöldi. „Þetta afbrigði var í tveimur Frökkum sem komu til landsins 15. ágúst og lentu í einangrun hér,“ segir Kári. Af þeim þrettán sem greindust með veiruna á þriðjudag raðgreindi Íslensk erfðagreining veiruna úr 10 þeirra. Sjö þeirra reyndust vera með sömu stökkbreytingar veirunnar og Frakkarnir báru. Fimmtán af þeim nítján sýnum sem greindust í gær hafa verið raðgreind. Öll fimmtán báru með sér stökkbreytinguna sem Frakkarnir voru með. Allir voru á aldrinum 25-38 ára. 32 hafa greinst með veiruna síðustu tvo sólarhringa en 24 þeirra voru ekki í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði við fréttastofu fyrr í dag að um þriðjungur þeirra sem smituðust hefðu allir sótt sama veitingastaðinn. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvaða veitingastaður það er. „Þessir sjö einstaklingar höfðu allir, að mér skilst, komið inn á þetta vínveitingahús,“ segir Kári Stefánsson. Kári telur ráðlagt að loka öllum öldurhúsum samfélagsins yfir næstu helgi svo hægt sé að ná utan um faraldurinn. „Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ segir Kári. „Á þessu augnabliki er þetta spurning um almenna skynsemi,“ bætir hann við. Veiran hefur verið að greinast í ungu fólki og Kári segir að sniðugt yrði að halda unga fólkinu frá þeim stöðum þar sem það stendur þétt. Á öldurhúsum kaupi fólk áfengi sem slær á dómgreind þeirra sem veldur því að það passi ekki upp á sig með tilliti til sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira