15 milljónir í bætur eftir furðulegt slys á tannlæknastofu Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 19:27 Atvikið átti sér stað á tannlæknastofu árið 2014. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira