Hafnar skýringum ríkislögreglustjóra og segir börnin ekki eiga að líða fyrir tafir Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 17:41 Magnús Norðdahl er lögmaður Khedr-fjölskyldunnar. Vísir Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Börnin fjögur, sem áttu að vera flutt úr landi í morgun, höfðu ekkert með það að gera að málsmeðferð hafi tafist og eigi ekki að líða fyrir það. Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér í rúmlega tvö ár. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi í morgun en þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra mætti til þess að sækja fjölskylduna var hún hvergi sjáanleg. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar. Málið hefur vakið hörð viðbrögð, meðal annars vegna þess hversu lengi fjölskyldan hefur dvalið hér og hefur forsætisráðherra meðal annars lýst þeirri skoðun sinni að henni þyki ómannúðlegt að halda fólki hér í óvissu jafn lengi og hefur gerst í tilviki fjölskyldunnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu í morgun og sagðist aðeins hafa haft tvær vikur til þess að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum í janúar síðastliðnum. Beiðni þess efnis hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út. Magnús gefur lítið fyrir útskýringar stoðdeildar ríkislögreglustjóra og segir frávísunarúrskurðinn hafa verið framkvæmdarhæfan í 48 daga þar sem vegabréf allra fjölskyldumeðlima voru gild. Þá séu dæmi um að stoðdeild hafi gert tilraun til þess að flytja hælisleitendur úr landi á meðan beðið er svars varðandi frestun réttaráhrifa. Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og stoðdeild ríkislögreglustjóra myndi jafnframt heildstætt kerfi. „Að mínum dómi höfðu stjórnvöld 48 daga til að undirbúa og framkvæma umrædda frávísun. Í versta falli væru það 20 dagar frá 8. janúar og fram til 28. janúar sem eru næstum þrjár vikur. Það er því bagalegt að fyrirsvarsmenn Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra hafi stigið fram og kennt fjölskyldunni sjálfri alfarið um þær tafir sem hafa orðið á málinu,“ segir Magnús. Hann ítrekar þó að börnin eigi ekki að líða fyrir þær tafir sem hafa orðið á málinu. „Óháð þessari umræðu um, hver hafi tafið málið og hversu langan tíma stjórnvöld höfðu til að framkvæma frávísun á gildistíma vegabréfa, þá er aðalatriðið að börnin fjögur höfðu ekkert með þetta að gera en héldu eftir áður áfram að aðlagast meðan tíminn leið. Stjórnvöldum ber á grundvelli barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og 76. gr. stjórnarskrárinnar að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Það er augljóslega andsætt hagsmunum þeirra í kjölfar rúmlega tveggja ára aðlögunar að vera rifin upp með rótum og vísað úr landi." Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Magnús Norðdahl, lögmaður Khedr-fjölskyldunnar, segir stjórnvöld bera skyldu til þess að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Börnin fjögur, sem áttu að vera flutt úr landi í morgun, höfðu ekkert með það að gera að málsmeðferð hafi tafist og eigi ekki að líða fyrir það. Khedr-fjölskyldan hefur dvalið hér í rúmlega tvö ár. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi í morgun en þegar stoðdeild ríkislögreglustjóra mætti til þess að sækja fjölskylduna var hún hvergi sjáanleg. Ekki er vitað um dvalarstað fjölskyldunnar. Málið hefur vakið hörð viðbrögð, meðal annars vegna þess hversu lengi fjölskyldan hefur dvalið hér og hefur forsætisráðherra meðal annars lýst þeirri skoðun sinni að henni þyki ómannúðlegt að halda fólki hér í óvissu jafn lengi og hefur gerst í tilviki fjölskyldunnar. Stoðdeild ríkislögreglustjóra sendi frá sér tilkynningu í morgun og sagðist aðeins hafa haft tvær vikur til þess að flytja fjölskylduna úr landi á gildum skilríkjum í janúar síðastliðnum. Beiðni þess efnis hafi ekki borist frá Útlendingastofnun fyrr en tveimur vikum áður en skilríki tveggja fjölskyldumeðlima runnu út. Magnús gefur lítið fyrir útskýringar stoðdeildar ríkislögreglustjóra og segir frávísunarúrskurðinn hafa verið framkvæmdarhæfan í 48 daga þar sem vegabréf allra fjölskyldumeðlima voru gild. Þá séu dæmi um að stoðdeild hafi gert tilraun til þess að flytja hælisleitendur úr landi á meðan beðið er svars varðandi frestun réttaráhrifa. Útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála og stoðdeild ríkislögreglustjóra myndi jafnframt heildstætt kerfi. „Að mínum dómi höfðu stjórnvöld 48 daga til að undirbúa og framkvæma umrædda frávísun. Í versta falli væru það 20 dagar frá 8. janúar og fram til 28. janúar sem eru næstum þrjár vikur. Það er því bagalegt að fyrirsvarsmenn Útlendingastofnunar og stoðdeildar ríkislögreglustjóra hafi stigið fram og kennt fjölskyldunni sjálfri alfarið um þær tafir sem hafa orðið á málinu,“ segir Magnús. Hann ítrekar þó að börnin eigi ekki að líða fyrir þær tafir sem hafa orðið á málinu. „Óháð þessari umræðu um, hver hafi tafið málið og hversu langan tíma stjórnvöld höfðu til að framkvæma frávísun á gildistíma vegabréfa, þá er aðalatriðið að börnin fjögur höfðu ekkert með þetta að gera en héldu eftir áður áfram að aðlagast meðan tíminn leið. Stjórnvöldum ber á grundvelli barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og 76. gr. stjórnarskrárinnar að haga málum þannig að hagsmunir barna séu í fyrsta sæti. Það er augljóslega andsætt hagsmunum þeirra í kjölfar rúmlega tveggja ára aðlögunar að vera rifin upp með rótum og vísað úr landi."
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Tengdar fréttir Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjölskyldunni var ekki vísað úr landi og ekki vitað um dvalarstað hennar Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun. 16. september 2020 10:02
Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30
Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi mun ekki njóta góðs af reglugerð sem dómsmálaráðherra hyggst setja um að fólk eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum ef málsmeðferð hefur dregist í meira en 16 mánuði. Það munar tæpum þremur vikum á að þau falli undir breytingarnar en þau hafa verið á Íslandi í 18 mánuði. Börnin hafa aðlagst vel og taka góða íslensku. 8. febrúar 2020 19:00