„Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur" Birgir Olgeirsson skrifar 16. september 2020 13:03 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/VIlhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar ættu að búa sig undir nýja bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þetta segir Kári í samtali við Vísi í ljósi tíðinda dagsins en þrettán greindust með veiruna í gær og aðeins einn þeirra var í sóttkví. Ekki hafa fleiri greinst sýktir innanlands á einum sólarhring síðan 6. ágúst þegar sextán greindust. „Þetta er dreift víða um samfélagið. Þetta er fólk sem var ekki í sóttkví, aðeins einn þeirra. Fólkið var með lágar CT-tölur sem gefur til kynna að það sé með mikið af veiru í sér,“ segir Kári og bætir við: „Við verðum að búa okkur undir nýja bylgju eftir eina til tvær vikur. Ég er ekki að segja að líkurnar séu yfirþyrmandi en nægjanlegar til þess að við eigum að búa okkur undir það.“ Íslensk erfðagreining hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en ungur piltur greindist með veiruna sem hafði komið inn í hús Íslenskrar erfðagreiningar á fimmtudag í síðustu viku. Sá er nemandi við Háskólann í Reykjavík og hefur unnið verkefni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kári segir viðbrögðin hafa verið þau að tekin voru sýni úr öllum starfsmönnum sem voru á annarri hæð hússins og þeir sendir heim. Þeir reyndust allir neikvæðir fimm dögum eftir að nemandinn hafði verið í húsinu. „Þannig að ég lít ekki svo á að það sé ástæða til að halda þeim í sóttkví lengur,“ segir Kári. Hins vegar voru tveir starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar sem höfðu haft meiri samskipti við nemandann. Þeir voru sendir í sóttkví og verða skimaðir aftur að lokinni sjö daga sóttkví. Kári segir Íslenska erfðagreiningu hafa boðist til að skima alla starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands og hefur í kjölfar þessa atviks boðist til gera slíkt hið sama í Háskólanum í Reykjavík því veiran virðist vera að skjóta upp kollinum í hópum ungs fólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06 Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Þrettán greindust með veiruna í gær en aðeins einn var í sóttkví Þrettán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 16. september 2020 11:06
Undirbúa umfangsmikla skimun á vinnustöðum eftir gærdaginn Yfirlögregluþjónn segir það áhyggjuefni hversu margir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í dag, og enn fremur að aðeins einn hafi verið í sóttkví við greiningu. 16. september 2020 12:05