Messi fékk milljarði meira en Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:00 Cristiano Ronaldo við hlið Lionel Mess á verðlaunahátíð UEFA í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni. Getty/Harold Cunningham Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður heims en Forbes hefur reiknað það út að hann fái 126 milljonir dollara í árslaun eða sautján milljarða króna. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru þeir einu með meira en hundrað milljónir dollara í árstekjur en í samantekt Forbes eru teknar með allar tekjur, það er bæði laun og aðrar tekjur vegna auglýsingasamninga. Lionel Messi fékk níu milljónum dollara meira borgað en Cristiano Ronaldo sem er meira en milljarður í íslenskum krónum. Munurinn liggur í betri launum Messi hjá Barcelona en Ronaldo fær hjá Juventus. Það dugar því ekki Cristiano Ronaldo að fá mun meiri tekjur vegna auglýsingasamninga. 9. Robert Lewandowski - $28m 6. Paul Pogba - $34m 3. Neymar - $96mhttps://t.co/NqBFfKxnTL— GiveMeSport (@GiveMeSport) September 14, 2020 Lionel Messi fékk 92 milljónir dollara í laun og 34 milljónir í gegnum auglýsingasamninga. Ronaldo fékk 70 milljónir dollara í laun og 47 milljónir í tekjur vegna auglýsingasamninga. Messi er þannig að fá 22 milljónum dollara meira í laun eða tæpum þremur milljörðum króna meira á meðan að Ronaldo er að fá þrettán milljónir dollara meira í gegnum auglýsingasamninga eða 1,8 milljörðum króna meira en Messi. Paris Saint Germain á næstu tvo menn á listanum sem eru þeir Neymar og Kylian Mbappe. Neymar fékk 96 milljónir dollara í heildartekjur á árinu. Það er síðan mjög langt niður í Mbappe sem var með 42 milljónir dollara í árstekjur. Barcelona's Lionel Messi is top of the Forbes list for the highest-earning footballers in 2020.Find out more: https://t.co/qwH1SoBMmI pic.twitter.com/L0sHJo090e— BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2020 Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komast á topp tíu listann en það eru Mohamed Salah, Paul Pogba og David de Gea. Egyptinn var tekjuhæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 37 milljónir Bandaríkjadala eða þremur milljónum meira en Paul Pogba. Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims samkvæmt Forbes: 1. Lionel Messi (Barcelona og Argentína) 126 milljónir dollara 2. Cristiano Ronaldo (Juventus og Portúgal) 117 milljónir dollara 3. Neymar (Paris St-Germain og Brasilía ) 96 milljónir dollara 4. Kylian Mbappe (Paris St-Germain og Frakkland) 42 milljónir dollara 5. Mohamed Salah (Liverpool og Egyptaland) 37 milljónir dollara 6. Paul Pogba (Manchester United og Frakkland ) 34 milljónir dollara 7. Antoine Griezmann (Barcelona og Frakkland) 33 milljónir dollara 8. Gareth Bale (Real Madrid og Wales) 29 milljónir dollara 9. Robert Lewandowski (Bayern München og Pólland) 28 milljónir dollara 10. David de Gea (Manchester United og Spánn) 27 milljónir dollara
Spænski boltinn Ítalski boltinn Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira