Nálgumst það sem megi kalla „nýja normið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. september 2020 21:00 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi nýja litakóða í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira
Litirnir í nýju litakóðakerfi sem taka á upp vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verða grár, gulur, appelsínugulur og rauður. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að ef hann ætti að velja lit fyrir ástandið eins og það er nú myndi hann velja gráan. „Við teljum að við séum að nálgast það sem við getum kallað „nýja normið“. Við erum ekkert í veirufríu samfélagi. Það er eitt og eitt smit og tvö og þrjú og fjögur að koma og við væntanlega stillum þetta þannig að það myndi þá vera grátt. Það myndi þá vera þannig að það eru í gildi ákveðnar reglur, við erum að gæta að persónubundnu smitvörnunum okkar en það er ekki verið að fara að herða reglur eða eitthvað slíkt, það eru ekki líkur á því heldur erum við frekar á leiðinni í það að ástandið verði öruggara. Við erum kannski einhvers staðar á milli grás og guls núna og ef ég ætti að velja þá myndi ég segja grátt,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag þar sem rætt var við hann um litakóðana. Grátt sé þannig fyrsti liturinn. „Það er bara þetta venjulega ástand og síðan kemur gult, appelsínugult og rautt. Ég held að Veðurstofan hafi einu sinni á átta árum farið á rautt og við reiknum með því að rautt sé þegar við erum komin í einhvern gríðarlegan veldisvöxt í einhverjum faraldri,“ sagði Víðir. Litirnir á milli grás og rauðs, gulur og appelsínugulur, séu þá litirnir þar sem verið sé að grípa til aðgerða. „Það sem við erum að horfa á í því eins og þegar við færum yfir á gult stig þá værum við kannski ekki endilega að breyta þeim sóttvarnaráðstöfunum, þeim reglum sem eru í gildi heldur myndi þetta snúa meira að fyrirtækjum og einstaklingum, að menn gæti sín ennþá frekar. Líkt og þegar menn fá gula viðvörun á veðrinu þá kanna menn betur hvaða leið er best að fara, hvort hún sé nauðsynleg ferðin sem menn eru að fara í og annað slíkt. Það sama myndi gilda í þessu,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði Víðir að stefnt sé að því kynna litakóðana í þessari viku eða byrjun þeirrar næstu og að kerfið verði tekið í notkun eftir tvær vikur þegar ný auglýsing verður birt í tengslum við samkomutakmarkanir. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Flokkur Ingu tapaði 70 milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Sjá meira