Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 14. september 2020 12:54 Ingólfur með 107 sm laxinn úr Vatnsdalsá Núna er tíminn sem stóru hausthængarnir fara að taka og við erum að fá fréttir af og til af stórum hængum en enginn er hins vegar nálgt þeim sem veiddist fyrir stuttu í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð Sigurðsson er ekki óvanur að takast á við stórlaxa en það eru heil fjórtán ár síðan hann tókst á við 115 sm lax einmitt í Vatnsdalsá en sá lax var þá stærsti lax sumarsins 2006. Þessi lax sem Ingólfur tók í þessari ferð í Vatnsdalsá var 108 sm og við höfum ekki heyrt af laxi stærri en þessi hingað til. Það er ekki mikið eftir af veiðitímanum og þetta er einmitt sá tími sem við fáum fréttir af stórum löxum en það virðist engu að síður vera þannig að árnar sem færa okkur yfirleitt þær fréttir séu heldur rólegar, það á við um Vatnsdalsá. Það er lítið að frétta úr Laxá í Aðaldal, bæði er dauft á Nesi sem og á öðrum svæðum. Það er þó ekki óvíst að ár eins og Svalbarðsá, Sandá, Hafralónsá, Hrútafjarðará eða Vatnsdalsá bara svo nokkrar séu nefndar bæti við nokkrum stórlöxum áður en þetta tímabil er úti. Það væri afskaplega gaman að frétta af nokkrum stórum löxum úr þessum ám svona rétt til að laga frekar slakar veiðitölur á þessui sumri. Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Núna er tíminn sem stóru hausthængarnir fara að taka og við erum að fá fréttir af og til af stórum hængum en enginn er hins vegar nálgt þeim sem veiddist fyrir stuttu í Vatnsdalsá. Ingólfur Davíð Sigurðsson er ekki óvanur að takast á við stórlaxa en það eru heil fjórtán ár síðan hann tókst á við 115 sm lax einmitt í Vatnsdalsá en sá lax var þá stærsti lax sumarsins 2006. Þessi lax sem Ingólfur tók í þessari ferð í Vatnsdalsá var 108 sm og við höfum ekki heyrt af laxi stærri en þessi hingað til. Það er ekki mikið eftir af veiðitímanum og þetta er einmitt sá tími sem við fáum fréttir af stórum löxum en það virðist engu að síður vera þannig að árnar sem færa okkur yfirleitt þær fréttir séu heldur rólegar, það á við um Vatnsdalsá. Það er lítið að frétta úr Laxá í Aðaldal, bæði er dauft á Nesi sem og á öðrum svæðum. Það er þó ekki óvíst að ár eins og Svalbarðsá, Sandá, Hafralónsá, Hrútafjarðará eða Vatnsdalsá bara svo nokkrar séu nefndar bæti við nokkrum stórlöxum áður en þetta tímabil er úti. Það væri afskaplega gaman að frétta af nokkrum stórum löxum úr þessum ám svona rétt til að laga frekar slakar veiðitölur á þessui sumri.
Stangveiði Mest lesið Leirvogsá er komin í gang Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Flottur lax úr Svartá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Veiðidagur fjölskyldunnar 26. júní Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði Flott veiði í Grenlæk svæði 4 Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði