Fjölskyldan skimuð fyrir Covid í dag Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2020 12:16 Fjölskyldan hefur verið á Íslandi síðan sumarið 2018. Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi. Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira
Egypska fjölskyldan, sem vonast til að fá hæli hér á landi, verður send í Covid-próf til að undirbúa hana fyrir brottvísun. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við að það sé gert á sama tíma og stuðningur hafi borist fjölskyldunni frá forsætisráðherra. Um er að ræða sex manna fjölskyldu sem hefur dvalið hér á landi í meira en tvö ár. Vísa á fjölskyldunni úr landi á miðvikudag en í hádeginu í dag verður hún skimuð fyrir kórónuveirunni. Lögmaður fjölskyldunnar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að forsætisráðherra hefði lýst yfir stuðningi við fjölskylduna í gær. „Hún gerði það með þeim hætti að tala um það að þetta væri ómannúðlegt fyrir þessi börn og önnur börn í sömu stöðu. Orð þessi verða ekki skilin með öðrum hætti en hún styðji fjölskylduna og vilji ekki að börnunum verði vísað úr landi. Það vekur von í brjósti fjölskyldunnar og okkar sem koma að málinu að stuðningur Katrínar Jakobsdóttur skipti einhverju máli. Að það hafi einhverja merkingu þegar forsætisráðherra tjáir sig með þessum hætti sem fer fyrir þessari ríkisstjórn,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Dómsmálaráðherra hefur sagt að málsmeðferðatími fjölskyldunnar, sem hefur dvalið hér á landi í 25 mánuði, sé innan marka til að unnt sé að neita fjölskyldunni um vernd og vísa aftur til Egyptalands. Hámarkstími málsmeðferðar var styttur úr 18 mánuðum í 16 fyrr á þessu ári. Forsætisráðherra sagðist sammála þeim sjónarmiðum að skoða ætti heildar dvalartíma umsækjanda á Íslandi en ekki málsmeðferðartíma þegar ákvarðanir um brottvísanir eru teknar. Magnús segir fjölskylduna þjakaða af kvíða í þessu máli. „En á sama tíma þá auðvitað binda þau vonir við að það komi ekki til þessarar brottvísunar. Að sjálfsögðu gleðjast þau yfir því þegar forsætisráðherra stígur fram með þeim hætti sem hún gerði og tekur afstöðu með fjölskyldunni. Þau binda vonir við það að það skipti einhverju máli þegar forsætisráðherra beitir sér með þessum hætti,“ segir Magnús. Foreldrarnir óttast að verða handteknir ef þau snúa aftur til Egyptalands og börnin tekin af þeim. Fjölskyldufaðirinn tilheyrði Bræðralagi múslima og gagnrýndi stjórnvöld í Egyptalandi.
Hælisleitendur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Sjá meira