Neymar segist hafa verið kallaður „andskotans api“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 09:00 Neymar brjálaðist við orð Alvaro Gonzalez í leik Paris Saint-Germain og Olympique Marseille í gærkvöldi. EPA-EFE/Julien de Rosa Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur. Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur.
Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira