Neymar segist hafa verið kallaður „andskotans api“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 09:00 Neymar brjálaðist við orð Alvaro Gonzalez í leik Paris Saint-Germain og Olympique Marseille í gærkvöldi. EPA-EFE/Julien de Rosa Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur. Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar fór mikinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi eftir að hafa fyrr um kvöldið verið einn af fimm leikmönnum sem fengu rauða spjaldið í uppbótatíma í leik Paris Saint Germain og Marseille. Neymar fannst óréttlætið mikið enda var hann rekinn af velli en upphafsmaðurinn, að hans mati, kláraði aftur á móti leikinn. Neymar var rekinn af velli fyrir að slá Alvaro Gonzalez, spænskan varnarmann hjá Marseille. Dómarar skoðuðu Varsjána til að ákveða refsingarnar eftir að allt varð vitlaust í lokin. Fimm leikmenn yfirgáfu völlinn með rautt spjald og fullt af gulum spjöldum fór líka á loft. It's 2020. How is this still happening... https://t.co/q7pXVIlnv1— SPORTbible (@sportbible) September 14, 2020 Neymar talaði strax um það að hafa orðið fyrir kynþáttarníði þegar hann gekk framhjá fjórða dómara leiksins á leið sinni af velli. Lýsendur á Telefoot héldu því fram að Gonzalez hefði kallað Neymar „skítugan apa“ en Neymar sagði síðan sjálfur alla söguna á Twitter reikningi sínum. Neymar sagði að Alvaro Gonzalez hefði kallað hann „Mono hijo de puta“ eða „andskotans apa“ en það má sjá færslu Neymar hér fyrir neðan. VAR pegar a minha agressão é mole ... agora eu quero ver pegar a imagem do racista me chamando de MONO HIJO DE PUTA (macaco filha da puta)... isso eu quero ver! E aí? CARRETILHA vc me pune.. CASCUDO sou expulso... e eles? E aí ?— Neymar Jr (@neymarjr) September 13, 2020 „Varsjáin átti ekki vandræðum með að sjá hvað ég gerði en núna vil ég sjá eitthvað gert í því að rasisti kallaði mig ‚andskotans apa'. Það vil ég sjá. Hvað er eiginlega í gangi? Svo refsið þig mér. Hvað með þá? Hvað er í gangi?,“ skrifaði Neymar. Tveir liðsfélagar Neymar, Leandro Paredes og Layvin Kurzawa, fengu líka rauða spjaldið sem og þeir Jordan Amavi og Dario Benedetto hjá Marseille. Alvaro Gonzalez kláraði aftur á móti leikinn. Eina mark leiksins skoraði Florian Thauvin fyrir Marseille og tryggði liðinu dýrmætan sigur.
Franski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira