Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Sylvía Hall skrifar 12. september 2020 18:58 Aldeilis Auglýsingastofa vann að herferðinni með Þjóðkirkjunni. Þjóðkirkjan Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið. Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. Kirkjan hafi ekki viljað særa fólk. „Kirkjuþingi 2020 þykir afar miður að jesúmynd í auglýsingu um sunnudagaskóla kirkjunnar hafi sært fólk. Ætlunin var sú að undirstrika fjölbreytileikann en hvorki að særa fólk né ofbjóða,“ segir í stuttri yfirlýsingu sem Kirkjuþing sendi frá sér í kvöld. Auglýsingin var fjarlægð af heimasíðu Kirkjunnar sem og Facebook-síðu hennar. Myndin prýðir þó enn strætisvagn í Reykjavík en Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar, segir Kirkjuna hafa fjarlægt myndina vegna ljótra ummæla við hana á samfélagsmiðlinum. „Ummælin voru orðin mjög mörg og það er mjög gott að það sé umræða um Guðfræði og upplifun fólks en það voru komin ummæli þarna sem voru heldur svæsin og persónulega ljót. Það er ekki það sem við viljum. Við viljum að fólk geti tekist á um Guðfræði og Kristmyndir,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Séra Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogi, sagði í Vikulokunum á Rás 1 í morgun að myndbirtingin hefði verið mistök. Þarna væri verið að blanda viðkvæmum og eldfimum málum saman í markaðstátaki sem væri „skringilegur kokteill“ sem fáir væru tilbúnir til þess að drekka. „Þetta voru mistök, engin spurning. Ég hefði viljað sjá í framhaldi af því yfirstjórn kirkjunnar ganga fram og tala til fólksins sem upplifði þetta sem mistök, eða vinna með þessa herferð öðruvísi,“ sagði Grétar Halldór um málið.
Þjóðkirkjan Hinsegin Samfélagsmiðlar Trúmál Tengdar fréttir Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27 Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22 Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Talsvert um úrsagnir úr þjóðkirkjunni Svo virðist sem Trans-Jesú sé að fæla fólk úr þjóðkirkjunni. 9. september 2020 13:27
Eðlilegt að fólki sé brugðið þegar það telur sér ögrað Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það skiljanlegt að mynd af Jesú, þar sem hann var sýndur með brjóst, kunni að hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum. 8. september 2020 19:22
Urgur meðal presta vegna hins umdeilda Trans-Jesú þjóðkirkjunnar Séra Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju kallar eftir breyttu verklagi í kynningarmálum þjóðkirkjunnar. 7. september 2020 10:26